Pútín hlakkaði til refsiaðgerðanna: „Gefur okkur frjálsar hendur“ – Rússland baðar sig í peningum

Í fræðiumræðum ár 2018 vonaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti, að Vesturlönd myndu beita eins miklum refsiaðgerðum og hægt væri. Það gæfi rússneskum stjórnvöldum frjálsar hendur að verja þjóðarhagsmuni sína að fullu á þann hátt, sem hún taldi best. Rússland stórgræðir í dag á olíunni. Eftir að stríðið í Úkraínu hófst hefur Rússland fundið marga nýja kaupendur.

Rúblan hefur ekki verið sterkari í sjö ár

Refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússum hafa haft þveröfug áhrif og slegið eins og búmerangsprengja beint í andlitið á ESB. Það eru því löndin í Evrópu sem þjást núna en ekki Rússland. Elina Ribakova, aðstoðaryfirhagfræðingur Alþjóðafjármálastofnunarinnar, segir í viðtali við Wall Street Journal:

„Refsiaðgerðirnar hafa gert rússneska gjaldmiðilinn rúbluna sterkari en hún hefur verið í sjö ár. Rússar hafa haft svo mikla tekjur af olíunni eftir stríðið, að landið bókstaflega syndir í peningum.“

„Þessum refsiaðgerðum var ætlað að hefta olíutekjur Rússlands og draga úr aðferðum þeirra til að heyja stríð. Þess í stað græðir Moskvu meiri peninga en fyrir innrásina í Úkraínu“ skrifar WSJ.

Óseðjandi eftirspurn eftir hráolíu í heiminum

Samkvæmt blaðinu hefur Rússland meiri tekjur „en nokkru sinni fyrr“ þökk sé nýjum kaupendum einnig „að því er virðist óseðjandi eftirspurn heimsins eftir hráolíu“ eins og WSJ orðar það. Í stað ESB og USA þá fer olían núna til Asíu og Miðausturlanda. Samtímis er orkuverðið í Evrópu komið á samfélagslegt hættustig og veturinn er ekki einu sinni byrjaður.

Á alþjóðaráðstefnu rússnesku orkunnar „Russian Energy Week International Forum 2018″ var Vladimír Pútín Rússlandsforseti spurður spurninga um refsiaðgerðir vestrænna ríkja gegn landinu á þeim tíma. Hann virtist ekki hafa miklar áhyggjur af þeim heldur virtist taka þeim sem frelsandi fyrir ríkisstjórn Rússlands. Hann sagði þá:

„Veistu, stundum held ég að það væri gott fyrir okkur ef þeir sem vilja beita refsiaðgerðum geri það og noti öll þau viðurlög sem mögulegt er sem allra fyrst. Þetta myndi veita okkur frjálsar hendur til að verja þjóðarhagsmuni okkar eins og við teljum árangursríkast fyrir okkur.“

Refsiaðgerðirnar eru þeim hættulegastar sem standa að þeim

Ennfremur útskýrði hann, að refsiaðgerðirnar væru sérlega hættulegar fyrir þá aðila, sem standa að þeim:

„Þetta er mjög skaðlegt almennt séð. Það bitnar á þeim, sem standa að baki aðgerðunum. Við skildum þetta fyrir löngu síðan. Þess vegna höfum við aldrei stutt og munum aldrei styðja ólöglegar refsiaðgerðir, sem sniðganga Sameinuðu þjóðirnar.“

„Það eru aðrir en við, sem beita þessum refsiaðgerðum gegn Bandaríkjunum og Vesturlöndum. Við bregðumst aðeins við gjörðum þeirra og gerum það með mjög hóflegum, varkárum skrefum til að valda ekki skaða, sérstaklega ekki okkur sjálfum. Og við munum halda áfram með það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila