Heimsmálin: Pútín leiðir friðarviðræður milli deiluaðila í Syrlandi

Vladimír Pútín forseti Rússlands freistar nú þess að koma á friði í samskiptum kúrda, sýrlendinga og tyrkja í kjölfar innrásar tyrkja inn í Sýrland. Þetta va meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir að viðræður milli deiluaðila fari fram í Rússneskri herstöð en takist að koma á friði muni Pútín standa mun sterkari á alþjóðlegan mælikvarða en áður

hann mun þá standa uppi með pálmann í höndunum og vaxa sem leiðandi leiðtogi í friðarviðræðum milli ríkja sem deila. en þeir sem hafa þetta í hendi sér núna eru Pútín, Erdogan og Assad„,segir Haukur.

Eins og kunnugt er hafa bandaríkjamenn ákveðið að draga sitt lið heim af svæðinu og segir Haukur það til marks um breytta stefnu Bandaríkjanna í hernaðarlegum málefnum

hann er að breyta þarna um stefnu og fara í þá átt sem hentar mun betur fyrir Bandaríkin sem eru með 600 herstöðvar um heim allan, hann er einfaldlega að feta veg friðar„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila