Ráðgjafi Stefan Löfvens: „Það verða engar fleiri kosningar í Svíþjóð“

Blaðamaðurinn Henrik Arnstad t.v. var meðal annars ráðgjafi Stefan Löfvens fv. forsætisráðherra Svíþjóðar t.h. sem sérfræðingur í „fasisma“ Svíþjóðardemókrata. Arnstad telur, að vegna þess að yfir 20 % Svía hafa kosið Svíþjóðardemókrata og þeir hafi áhrif á næstu ríkisstjórn Svíþjóðar, þá sé búið að afnema lýðræðið og engar fleiri þingkosningar muni verða í Svíþjóð í náinni framtíð (myndir úr myndasafni).

Miklir heilar hugsa eins

„Eftir þingkosningarnar er Svíþjóð orðið að fasistaríki og líklega verða ekki fleiri virkar kosningar í landinu“ að sögn blaðamannsins og „fasismasérfræðingsins“ Henrik Arnstad. Arnstad er þekktur áhrifavaldur meðal krata og frjálshyggjumanna og skrifar oft greinar í Dagens Nyheter. Frá þessu greinir netmiðillinn Frjálsir Tímar.

Poppsöngkonan Dilba Demirbag harmar í færslu á Facebook, að „draumurinn um kvenkyns forsætisráðherra“ hafi verið kveðinn niður af feðraveldinu með kosningaúrslitunum í Svíþjóð. Hún segist ætla að virkja konur fyrir næstu kosningar.

Blaðamaðurinn Henrik Arnstad, sem þekktur er frá Dagens Nyheter, svarar færslu Demirbag og fullyrðir, að líklegast verði engar fleiri lýðræðislegar kosningar í Svíþjóð í framtíðinni.

Þegar Dilba spyr hvað hann eigi við með því og þá svarar Arnstad:

„Þeir brúnbláu munu eyðileggja lýðræðið, loka fjölmiðlum sem gagnrýna ríkisstjórnina og eyðileggja möguleika á starfshæfum kosningum í framtíðinni. Fasismi.“

Einn þeirra sem gefur samtalinu gaum er borgaralegi álitsgjafinn Thomas Gür.

„Great minds think alike“ eða „Miklir heilar hugsa eins“ skrifar hann á Facebook.

Henrik Arnstad var áður meðal annars í þjónustu fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, sem sérfræðingur í því, að Svíþjóðardemókratar séu fasistar. Engu er líkar en jafnaðarmenn sjái ekki fram hjá eigin draugum, sem þeir eru allan tímann að slást við.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila