Samherjamálið fast í sömu sporum af því spurningum er ekki svarað

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar

Þinginu er gert ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu gagnvart ráðherra í Samherjamálinu af þeirri einföldu ástæðu að spurningum sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur lagt fram í málinu er hreinlega ekki svarað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Þórs Ólafssonar þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum spurði Pétur Jón að því hvort hann teldi að stjórnarliðar væru að verja útgerðarfélagið  Samherja í málinu

það kemur auðvitað engin niðurstaða um hæfi ráðherra ef spurningum er ekki svarað og þeim hefur ekki verið svarað, ég get ekki lesið neitt annað út úr lögunum en að spurningunum verður að svara til þess að þingið geti sinnt sinni stjórnarskrárbundinni skyldu að hafa eftirlit með ráðherra, og þá verður að svara spurningunum til þess að hægt sé að taka upplýsta afstöðu um það hvort þessi tengsl ráðherrans við útgerðarfyrirtækið séu óeðlileg eða ekki„,segir Jón.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila