Ráðist í annað sinn í sama máli á dómstól vegna réttarhalda í málum glæpamanna

Eftir að aflýsa varð réttarhöldum yfir glæpamönnum í Södertörn í fyrra mánuði var réttarhöldum áfram haldið í Héraðsdómi Attunda í Sollentuna í gær. Þá var árásum haldið áfram og ráðist að þinghúsinu og þurfti lögreglan að kalla út liðsstyrk til að ráða við árásarmennina.

Um 20 grímuklæddir menn réðust á Attunda héraðdsdóm í Sollentuna í norður-Stokkhólmi um 9-leytið um morguninn í gær að sögn Expressen. Réttarhöldum í morðmáli glæpahópa sem Útvarp Saga hefur áður sagt frá og fella varð niður vegna árásar á dómshúsið í Södertörn, var haldið áfram í Sollentuna, þar sem öryggissalur er í dómshúsinu. En ekki tókst betur til í annð sinn en í því fyrsta, því að ráðist var á þinghúsið til að stöðva réttarhöldin. Réðst hópurinn og kastaði s.k. „bangers“ eldsprengjum á húsið og lögreglumenn som voru þar til varnar. Kallaði lögreglan á hjálp og tókst að tvístra hópnum, þegar fleiri lögreglubílar komu á staðinn með liðsstyrk til að verjast árásinni. Um tíu manns voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu og tilheyra mennirnir glæpahópunum X-Team, Banditos og Bredängshópnum. Lögreglunni tókst fyrst um hádegisbil að koma á röð og reglu fyrir utan dómstólinn.

Réttað er í máli fjögurra glæpamanna sem undirbjuggu morðárás í barnaveislu þar sem glæpamenn frá Banditos og Bredängshópnum voru viðstaddir. Lars Gunnar Gustafsson öryggisvörður við Héraðstóm Attunda segir við Expressen að „við vorum undirbúnir að eitthvað gæti gerst og starfsemin hefur getað haldið áfram eins og venjulega. Allt sem gerðist um morguninn var fyrir utan húsnæði héraðsdómstólsins.“

Expressen segir að mikill fjöldi lögreglumanna gæti þinghússins og hafi lögreglan haft tiltækan hóp til að senda á staðinn ef út af brygði. Samkvæmt lögreglunni skaðaðist enginn vegna átakanna.

Árásarmenn í haldi lögreglunnar fyrir utan dómstólinn í gær.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila