Ræða Sigmundar á landsþingi Miðflokksins: Ríkisstjórnin er kerfisstjórn sem treystir á að svikin loforð gleymist

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er fyrst og fremst kerfislæg ríkisstjórn sem treystir helst á það að kjósendur gleymi sviknum kosningaloforðum, auk þess sem hún gæti ekki hagsmuna ríkisins. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag.


Sigmundur kom víða við í ræðu sinni og vék meðal annars að einu helsta áherslumáli ríkisstjórnarinnar, loftslagsmálum þar sem Sigmundur sagði stjórnina hafa aukið fjármagn í málaflokkinn, milljarða á milljarða ofan.

Sigmundur segir óljóst hvar þeir fjármunir komi að gagni, nema ef vera skyldi að þeir nýttust helst til sýndarmennsku ríkisstjórnarinnar.

Allar athafnir okkar mannanna losa gróðurhúsalofttegundir. En hvergi eins lítið og hér á landi. Því meira sem við framleiðum á Íslandi, því betra fyrir loftslagið.” sagði Sigmundur.

Hann segir að loftslagsmálin verði fyrst og fremst leyst með ræktun landsins og tækniframförum, þar megi til dæmis horfa til íslenskra uppfinningamanna:

Vonir standa til að á Íslandi verði hægt að binda kolefni í jarðlög í talsverðum mæli og uppfinningar Jóns Hjaltalíns Magnússonar gæti gert álframleiðslu kolefnishlutlausa

Sigmundur gagnrýndi einnig samgönguráðherra harðlega sem hann segir að hafi veitt meirihluta borgarstjórnar fullt vald:

Borgarstjórinn hefur hvað eftir annað platað samgönguráðherrann og ríkisstjórnina til að samþykkja hverja þá vitleysu sem honum dettur í hug

Hann útskýrði fyrir ríkisstjórninni að hún væri búin að samþykkja brotthvarf Reykjavíkurflugvallar og fékk hana til að fallast á svo kallaðan samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins sem snerist fyrst og fremst um að ríkið tæki að sér að fjármagna helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík, Borgarlínuna svo kölluðu.

Þá fjallaði Sigmundur um þau erlendu glæpasamtök sem fest hafa rætur hérlendis og sagði óskiljanlegt að skýrslur greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem fjallað er um skipulagða glæpastarfsemi hafi ekki vakið meiri athygli en raun ber vitni:

Skipulögð glæpasamtök misnota ekki bara hælisleitendakerfið. Þau hafa nú yfirtekið fíkniefnamarkaðinn á Íslandi að miklu leyti og aukið framboð sterkra fíkniefna.”

Þá benti Sigmundur á í ræðu sinni að það væri undarlegt að ríkisstjórn sem bannað hefði plastpokanotkun ætli sér að leyfa fíkniefni.

Lesa má ræðuna í heild með því að smella hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila