Rafbílum fylgja viss vandamál sem gerir þá óhentuga til langferða

Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðingur

Rafbílar eru ekki endilega hentug leið þegar kemur að lengri ferðum milli landshluta og það eru viss vandamál sem geta komið upp sem ekki gætu komið upp ef farið væri milli landshluta á bensínbíl.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins Sigurjónssonar rafmagns og efnaverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Kristinn bendir á að sem dæmi eldist geymar í rafbílum mjög illa og með tíð og tíma minnki drægni bílanna, sem síðar gæti valdið öðru vandamáli

ef rafbíll yrði til dæmis rafmagnslaus á þjóðvegi þá er aðeins sú leið fær að kalla til dráttarbíl til þess að koma honum í hleðslu, ef bensínbíll verður bensínlaus á sömu leið þá er ekkert mál að kaupa bensín og hella á hann á staðnum, þannig þetta er til dæmis eitt þeirra vandamála sem menn gætu lent í“,segir Kristinn. Kristinn telur að í framtíðinni verði því niðurstaðan líklega sú að heimili muni eiga tvo bíla, annan rafbíl og hinn bensínknúinn

rafbílar henta vel fyrir styttri ferðir, til dæmis innan borgarmarkanna“.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila