Stýring á nýtingu raforku ekki í okkar höndum eftir samþykkt orkupakkans

Bjarni Jónsson rafmagns og efnaverkfræðingur

Það hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu hér á landi hvernig stýringu á orkunýtingu hér á landi verður háttað eftir að orkupakki þrjú var samþykktur á dögunum. Þetta sagði Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Bjarni bendir á að það sé landsreglarinn sem muni fara með stjórn þess hvernig orkunýtingu verði háttað en hann heyrir undir ACER og því sé stjórnin á orkunýtingu hér á landi komin til Brussel.

Bjarni segir þetta hafa margvísleg áhrif, til dæmis muni markaðsöflin ráða að stórum hluta raforkumarkaðarins með tilheyrandi hækkunum á neytendur

svo hefur þetta líka áhrif á öll virkjanaáform hér á landi og ríkinu verður ýtt úr virkjanageiranum, þannig í raun höfum við afskaplega lítið um orkumál okkar að segja, virkjanaleyfin verða meira að segja sett á markaðsuppboð á Evrópumarkaði„,segir Bjarni.

Smelltu á hlekkinn hér til þess að lesa úttekt Bjarna um málið.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila