Rafskútuslys áberandi á verkefnalista lögreglu

Tíð rafskútuslys eru áberandi á verkefnalista lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og eru fjögur slík skráð í dagbók lögreglu þar sem færslur frá kl.17:00 í gærkvöld til kl.05:00 í morgun eru skráðar. Í tveimur tilvikum brotnuðu ökumenn rafskútanna illa og í öðru af hinum tilvikinum var ökumaðurinn svo ölvaður að hann gat ekki sagt til nafns. Það þarf vart að taka fram að notkun áfengis og rafskúta samtímis fara sérlega illa saman og er því miður vaxandi slysavaldur í umferðinni.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um bílveltu í miðborginni en þar leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður undir stýri. Kalla þurfti út viðgerðarmenn frá Orkuveitunni vegna tjóns á ljósastaur sem bifreiðin olli með veltunni. Þá var nokkur fjöldi ölvaðra ökumanna stöðvaðir í borginni og nágrannasveitarfélögum í nótt og munu þeir eiga von á ökuleyfissviptingu og hárri sekt.

Tilkynnt var um ungan mann í Árbæjarhverfi sem gekk með hníf í hönd innan um hóp ungmenna en áður hafði verið tilkynnt um sama mann þar sem hann var á leið úr innbroti í skóla í grendinni. Hann var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangageymslu en hann var í annarlegu ástandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila