Rafvagnavæðingin í samvinnu við Yutong mjög Samfylkingarmiðað verkefni – Mun Yutong einnig fá borgarlínuverkefnið?

Tilraunaverkefnið sem snýr að kaupum á rafmagnsvögnum frá skúffufyrirtækinu Yutong virðist mjög Samfylkingarmiðað verkefni, sem best sést á því hverjir hafa sterk tengls við fyrirtækið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í gær en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Vigdís segir málið lykta af spillingu og veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur verkefnisins sé

getur það kannski verið að þessi rafvagnadíll sem var gerður við Strætó eigi að halda áfram og þá með borgarlínuvögnunum?, maður spyr sig því það á eftir að svara fjölmörgum spurningum varðandi þetta mál

Hún segir þá staðreynd að Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands sé sá aðili sem veiti Yutong forstöðu vekja upp spurningar, ekki síst í ljósi þess að meirihlutinn í borginni sé meðal annars samansettur af hátt settu fólki innan Samfylkingarinnar og bendir Vigdís á í því sambandi að stjórnarformaður Strætó BS sé Samfylkingarmaður

þetta er mjög merkileg flétta þykir mér“,segir Vigdís.

Sjá einnig: Össur í forsvari fyrir skúffufyrirtækið Yutong í Svíþjóð

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan  

Athugasemdir

athugasemdir

Deila