Rand Paul fer fram á að bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaki ósannindi Dr. Anthony Fauci í þingyfirheyrslum

Dr. Anthony Faucci t.v. brást illur við, þegar öldungardeildarþingmaðurinn Rand Paul t.h. bað hann að staðfesta peningagreiðslur frá stofnun sinni í Bandaríkjunum til veirustofnunarinnar í Wuhan (skjáskot Fox).

Í annarri þingyfirheyrslu öldungadeildarinnar tókust þeir Rand Paul öldungardeildarþingmaður repúblikana og Dr. Anthony Fauci á um, hvort Fauci hefði farið með ósannindi í fyrri þingyfirheyrslu í maí, þegar hann fullyrti, að bandaríska lýðheilsan NIH hefði ekki fjármagnað rannsóknir við veirufræðistofnun Wuhan (Dr. Fauci brást þá afar illa við fullyrðingunni um að COVID-19 gæti hafa lekið frá rannsóknarstofunni í Wuhan en hefur núna allt í einu skipt um skoðun).

Fauci hrópaði á Rand Paul: „Þú veist ekkert, hvað þú ert að tala um.“ Nokkrir fréttamenn komu fram eftir á, þ.á.m. fréttaritari Washington Post og bentu á að Fauci hafði rangt fyrir sér. Eins og Útvarp Saga hefur áður greint frá, þá sendi NIH peninga frá Bandaríkjunum til rannsókna á viðbótarvirkni SARS veirunnar á veirustonfunni Wuhan.

Milligöngumaður styrkjanna frá Bandaríkjunum til Kína var Dr Peter Daszak, sami maður og falið var upprunalega að kanna tilurð veirunnar ​af WHO.

Dr. Fauci gerir allt til að verða ekki sakhæfur vegna rannsókna á viðbótavirkni sem geta hafa átt sinn þátt í öllum dauðsföllum í heiminum í dag. Öldungardeildarþingmaðurinn Rand Paul krefst nú, að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna taki málið til atugunar og rannsaki Dr. Fauci fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi. Í viðtali við Fox News spyr Hannity Rand Paul: “Er það trú þín öldungadeildarþingmaður, að hann hafi logið að þinginu og brotið lög?” „Já“ svarar Rand Paul. „Og ég mun senda dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem ég fer fram á, að Dr. Fauci verði kærður fyrir refsiverða athöfn.“

Í viðtalinu útskýrir Paul, að hann hafi haft samband við fjölmarga lækna og vísindamen, sem hafa staðfest að rannsóknirnar á rannsóknarstofunni í Wuhan hafi raunverulega verið til að þróa viðbótarvirkni við SARS-veiruna og fjárgreiðslurnar hafi einmitt farið til þeirra rannsókna en ríkisstjórn Obama bannaði fjárgreiðslur til slíkra rannsókna.

“NIH greiddi fé til rannsóknanna… þegar almenningur kemst að því, að þeir voru að vinna mjög, mjög hættulegar rannsóknir þarna … þegar allir setja púslið saman, þá er vitað hver sökudólgurinn er. Hann hefur alla vega áþreifanlega ábyrgð … ef þetta kom frá rannsóknarstofunni, sem hann fjármagnaði, guð hjálpi okkur, hversu mikla siðferðilegan sekt maðurinn hefur.“

Rand Pual afhjúpaði, að honum hafi borist „a.m.k. fimm morðhótanir“ sem tengjast baráttu hans um að afhjúpa hagsmunaárekstra Dr.Fauci.

Í öðru viðtali á Fox nokkrum klukkustundum fyrr, útskýrði öldungadeildarþingmaðurinn hvernig vísindamenn höfðu ítrekað staðfest, að þær rannsóknir sem Dr. Zhengli vann að í Wuhan, voru alfarið rannsóknir á viðbótarvirkni. “Þegar þú ræðir við aðra vísindamenn, þá segja þeir að þetta séu rannsóknir á viðbótarvirkni. Afneitun Dr. Fauci á að viðurkenna þetta sýnir hversu miklir hagsmunaárekstrarnir eru.“

Í ljósi þeirra áhrifa, sem ummæli Pauls öldungadeildarþingmanns hafa haft og þeirrar staðreyndar, að almennir fréttamenn eru farnir að viðurkenna að hann hefur raunverulega haft á réttu að standa allan tímann, þá kvikna eftirfarandi spurningar: Er tímabili Dr. Fauci sem óopinberum COVID keisara loksins að ljúka? Hve langt er í að hann verði pólitískur baggi fyrir demókrata? – þá verður hann nær örugglega rekinn eða neyddur til að segja af sér og annar látinn koma í hans stað. Eins og Biden & Co. benda á, þá „erfðu“ þeir lækninn frá Trump forseta.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila