Rand Paul vill stöðva fjárgreiðslur til Úkraínu: „Fáum við lánaða peninga frá Kína svo við getum sent þá til Úkraínu?“

Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul sagði í vikunni, að metverðbólga þjóðarinnar sé beintengd aðgerðum bandarískra stjórnvalda, eins og að vera stöðugt að veita milljarða dollara aðstoð og vopn til Úkraínu í stríði þeirra við Rússland.

Hverjir taka lán í banka til að gefa fátæku fólki?

Í viðtali við Mobile, AL útvarp FM Talk 106.5 líkti öldungadeildarþingmaður repúblikana í Kentucky áframhaldandi aðstoð við Úkraínu við önnur ríkisútgjöld, sem hann sagði stuðla verulega að vaxandi ríkisskuldum.

Paul vottaði samúð sína með þeim, sem eru í yfirstandandi átökum og þeim sem verða fyrir áhrifum en sagði að áframhaldandi eyðsla í stríð, sem ekki er okkar væri vitleysa:

„Verðbólga stafar af því ,að peningar sem þú átt ekki er eytt og að Seðlabankinn kaupir skuldina. Svo hvort sem peningarnir eru fyrir Úkraínu, hvort sem þeir fara í matarmiða hér, hvort sem það eru rannsóknir á panamískum froskum, þá fer þetta allt í skuldahítina. Þannig að það er ekki skynsamlegt, ekki einu sinni fyrir góðan málstað. Ég hef samúð með Úkraínumönnum. Mér finnst rétt að fordæma innrás Pútíns. Ég vil að Úkraínumenn vinni.“

„En það er ekki skynsamlegt að segja: „Jæja, Ameríka – af hverju tökum við ekki lán frá Kína svo við getum sent peninga til Úkraínu?“

„Við eigum enga peninga. Það væri eins og ég segði við þig: „Þú veist að það er fátækt fólk í Mobile“ þegar ég veit, að þú átt enga peninga vegna þess að þú nærð varla að sjá fyrir fjölskyldu þinni og borga leiguna þína. „En hvers vegna ferðu ekki í bankann í Mobile og lánar 1.000 dollara og gefur fátæku fólki peninginn?“

Frekar ríkisfjármál en hernaðarmál

„Það gerir það enginn. Þú gefur af afganginum þínum. Þú sérð fyrst um fjölskylduna þína og ef þú átt eitthvað afgangs þá reynirðu að hjálpa kirkjunni þinni og þú reynir að hjálpa samfélaginu. En þú gerir það ekki með því að taka lán. Það er það sem Bandaríkin eru að gera.“

Páll hélt áfram að lýsa áhyggjum sínum af því, að stríðið myndi halda áfram í talsverðan tíma og benti á að hann býst við, að Úkraína muni halda áfram að biðja Bandaríkin um mun meiri fjárhagsleg og skipulagsleg úrræði.

„Úkraína ætlar að biðja um 40 milljarða dollara meira – greinilega í haust. Síðan mun það kosta hundruð milljarða dollara að endurreisa landið. Sjáðu til, ég hef mikla samúð, en við höfum ekki hundruð milljarða dollara til að endurreisa Úkraínu. Við getum ekki endalaust útvegað þeim vopn. Svo, nei – fyrir mér er þetta ríkisfjármál, ekki endilega hernaðarmál.“

Bandaríkin hafa þegar eytt meira en 54 milljörðum Bandaríkjadala í viðleitni sinni að hjálpa Úkraínu og Biden forseti hefur það fyrir sið að halda áfram að skuldbinda sig enn frekar í sama hjólfari.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila