Rannsaka hvort hægt sé að nýta steinbít í strandeldi

Stykkishólmsbær og Hólmurinn ehf hafa undirritað viljayfirlýsingu um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða. Í yfirlýsingunni felst samþykki beggja aðila að vinna að því markmiði að kanna hvort raunhæft sé að rækta steinbít í strandeldi í næsta nágrenni Stykkishólms.

Þar sem verkefnið er byggt á sjálfbærnigrunni er sérstaklega rannsakað hvort hægt verði að anna vatnsþörf, orkunotkun og hvort hægt sé að afla nægilegs fóðurs sem framleitt er hér á landi og úr innlendum hráefnum.

Samkvæmt viljayfirlýsingunni mun Stykkishólmsbær leggja til landsvæði undir fiskeldisker og aðra starfsemi eldisins en Hólmurinn ehf mun annast allrar öflunar tilskilinna leyfa sem þurfa til þess að koma eldinu af stað. Þegar fyrsta hluta eldisins er lokið mun Matís gefa út skýrslu um verkefnið og í henni lagt mat á hvort grundvöllur sé til þess að auka umsvif slíks eldis hér á landi.

Deila