Rannsóknir Karólínska sjúkrahússins sýna að kórónuveikir fá skemmdir í háræðum, bólgu í heila, heilahimnubólgu og bólgu í taugum

Vísindamenn Karolinska í Stokkhólmi eru á heimsmælikvarða í rannsóknum og lækningum.

Vísindamenn Karolínska sjúkrahússins sýna í nýrri rannsókn hvaða breytingar eiga sér stað í heila og mænu við Covid-19. Árangur rannsóknarinnar er birtur í Radiology. Samtals voru 222 manns rannsökuð með röntgen sneiðmyndatökum (datortomografi, DT), 47 voru rannsakaðir með seglusviðsmyndatöku á heila (MR) og sjö með MR-rannsóknum á mænunni. Rannsóknirnar sýndu dæmi heilablóðfalls og breytingar í smáæðakerfi heilans hjá sjúklingum með alvarleg veikindi vegna covid-19.

Tobias Granberg sem leiðir rannsóknarteymið segir: „Við sýnum fram á dæmi um heilablæðingu og hjartaáföll sem hægt er að greina á venjulegum sneiðmyndatökum. Það sem er venjulegast eru breytingar sem benda til blóðtappa og/eða blæðinga í öræðum heilans sem einungis er hægt að sjá með sérstakri tækni segulsviðsmyndatöku. Að auki sjáum við merki bólgu í heila, heilahimnu og í taugum.“

Vísindamennirnir ætla að fylgjast með sjúklingunum yfir lengra tímabil til að sjá hvernig skemmdir á taugakerfinu breytast og hvort hægt sé að sjá fyrir um hvernig sjúkdómurinn þróast.

„Við vitum ennþá of lítið um hverjar langtímaverkanir eru á heila og mænu við covid-19 og þess vegna er það mikilvægt með áframhaldandi rannsóknir“ segir Tobias Granberg.

Sjá nánar hér

Dæmi um staði með áverka á æðum og taugum vegna covid-19. Mynd úr Radiology.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila