Rapparinn Coolio látinn – Lögregla rannsakar andlátið

Hinn heimsþekkti rappari, leikari og sjónvarpskokkur Coolio sem átti stórsmelli eins og lagið Gangsta´s paradise er látinn 59 ára að aldri. Umboðamaður Coolio, Jarez Posey staðfesti lát hans við Bandaríska fjölmiðla í gærkvöld og segir Posey að rapparinn hafi fundist látinn á baðherbergi á heimili vinafólks og hefur lögreglan hafið rannsókn á aðdraganda andlátsins.

Coolio sem var hans listamannanafn hét í raun Artis Leon Ivey Jr og var fæddur í Pennsylvaniu árið 1963. Eftir að Coolio kláraði skólagöngu sína hóf hann störf sem slökkviliðsmaður og gat af sér gott orð sem slíkur en á áttunda áratugnum hóf hann svo tónlistarferil sinn. Hann sendi frá sér sitt fyrsta lag árið 1987, lagið Whatcha Gonna Do?. Það var þó ekki fyrr en 1995 sem ferill hans hófst fyrir alvöru þegar hann sendi frá sér lagið Gangsta´s paradise sem hann hlaut Grammy verðlaun fyrir en lagið hefur fengið meira en hálfan milljarð spilana á tónlistarveitunni Spotify sem varð þó ekki til fyrr en áratugum eftir að lagið hafði litið dagsins ljós. Nokkrir þekktir smellir fylgdu í kjölfarið sem náðu þó nokkrum vinsældum.

Coolio átti að baki nokkurn leikaraferil en hann lék hlutverk í á sjötta tug kvikmynda og fimmta tug sjónvarpsþátta en það var einmitt í sjónvarpi þar sem hann sameinaði eitt af sínum aðal áhugamálum sem var eldamennska og atvinnu og leit þátturinn Cooking with Coolio dagsins ljós árið 2008. Síðustu ár hafði Coolio söðlað nokkuð um og starfaði sem matreiðslumaður og hafði dregið sig að mestu leyti frá sviðsljósinu.

Segir forsetatíð Trump hafa skipt miklu máli fyrir hinn venjulega borgara

Einnig hafði Coolio fastmótaðar skoðanir á stjórnmálum en hann greindi frá því árið 2020 í viðtali við tónlistarmiðilinn Vibe að Donald Trump hefði haft mikil áhrif á stjórnmálaskoðanir hans svo mikil reyndar að hann íhugaði í fullri alvöru að bjóða sig fram til embættis varaforseta.

Coolio sagði í viðtalinu að þegar Trump hafi náð kjöri hafi hann með því sýnt að ef maður sem ekki hefur bakgrunn á pólitísku sviði en hefur áhuga á að láta að sér kveða sé það raunverulega hægt, menn geti haft mismunandi skoðanir á forsetanum fyrrverandi en þegar allt komi til alls sé það ekki það sem raunverulega skiptir máli heldur það veganesti sem framboð Trump og sigur hans á sínum tíma hafi komið til leiðar

það eina sem þú þarft að hafa er að hafa munninn fyrir neðan nefið, ekki láta mótlætið berja þig niður og kunna að ná til fólks í gegnum samfélagsmiðla, þannig færðu fólkið með þér

ég íhugaði í fullri alvöru að bjóða fram mína krafta og gefa kost á mér í embætti varaforseta en örlögin hafa ætlað mér annað og ég verð að fara eftir vegvísi örlaganna sem hafa það hlutverk fyrir mig að semja meiri tónlist, þar á ég heima„. sagði Coolio í samtali við Vibe árið 2020.

Hafði mikla óbeit á djúpríkinu

Þá hafði Coolio einnig talsverðar áhyggjur af djúpríkinu og ræddi hann þær áhyggjur sínar í því sama viðtali og sagði að þegar hann horfði á hlutina út frá augum hins venjulega borgara væri hann ekki í vafa um að djúpríkið hefði mikil ítök í samfélaginu, en Coolio var óhræddur við að setja fram harða gagnrýni gegn djúpríkinu bæði í viðtölum og greinaskrifum.

ég trúi því staðfastlega að hér sé djúpríki sem þurfi að uppræta og hér sé í raun ekkert eins og það líti út fyrir að vera í fyrstu.“

Coolio var sem fyrr segir 59 ára þegar hann lést og lætur eftir sig sex börn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila