Rapparinn Einár drepinn í skotárás í Stokkhólmi í gær – annar maður drepinn í norðurhluta borgarinnar

Rapparinn Einár, sem hluti elítunnar í Svíþjóð hefur til skýjanna, var drepinn í skotárás í gærkvöldi aðeins 19 ára gamall. Hann var dæmdur fyrir vopnuð rán, stunguárásir og eiturlyfjaafbrot og hyllir stíl glæpamanna og eiturlyfjaneyslu í lögum sínum. (Mynd lögreglan/Instagram).

Skotárásirnar halda áfram af fullum krafti í Stokkhólmi. Í suðurhluta borgarinnar, Hammarby Sjöstad, var sænski rapparinn „Einár“ myrtur með fleiri kúlum í höfuð og brjóst. Hann var látinn, þegar lögreglan og sjúkrabílar komu á staðinn. Fjöldi manns hringdi laust fyrir kl. 11 fimmtudagskvöld eftir skotárásina og lögreglan setti mikinn afla m.a. lögregluþyrlu við leit að tveimur mönnum sem sáust hlaupa frá staðnum eftir ódæðið.

Talið er að árásin tengist glæpaklíkum en Einár hefur lifað undir hótunum síðasta tímann. Hann var aðeins 19 ára gamall, þegar líf hans var slökkt í gærkveldi en hann hefur hlotið Grammisverðlaun og lög hans spiluð í miljónatali á Spotify. Í músíkheiminum var hann til og með stærri en Avicii að sögn sænska sjónvarpsins. Í lögum rapparans er eiturlyfjaneysla og líferni glæpahópa hyllt og og allt bendir til, að morðið á rapparanum sé hluti af stríði glæpahópa í Stokkhólmi.

„Einár“ sem hét Nils Kurt Erik Einar Grönberg var m.a. dæmdur fyrir vopnað rán á þremur piltum, eiturlyfjabrot og áfengisakstur.

Tilkynnt um skotárás í Husby í norður-Stokkhólmi

Lögreglunni í Stokkhólmi barst einnig tilkynning um skotárás í Husby í norðurhluta Stokkhólsmborgar í gær og fann lögreglan einn látinn mann, sem hafði verið stunginn til bana og annan stungusærðan mann. Lögreglan sendi mikið lið á staðinn og handttók í kjölfarið tvo menn grunaða um ódæðið. Lögreglan fann ekki merki um skotárás en tæknileg rannsókn var unnin á staðnum í gær.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila