Rauðri málningu kastað á rússneska sendiherrann í Póllandi

Sergey Andreev sendiherra Rússlands í Póllandi lenti í mótmælum gegn árás Rússlands á Úkraínu, þegar hann ætlaði að leggja sveig að gröfum rússneskra hermanna í kirkjugarði í Varsjá, til minningar um sigur Bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Eins og sjá má á myndunum ofan var rauðri málningu hent yfir sendiherrann. (Mynd sksk twitter).

Ásaka Rússa um að vera „nasista“

Þegar Sergey Andreev kom í kirkjugarð í Varsjá til að heiðra hermenn Rauða hersins, sem týndu lífinu í síðari heimsstyrjöldinni, var honum mætt með mótmælum og rauðri málningu kastað í andlit hans. Yfirvöld Rússlands fordæma árásina.

Í gær, mánudag, var sigurdagurinn, sem markar sigur bandamanna yfir Þýskalandi nasista. Hátíðin var haldin með hefðbundnu pompi og stát með skrúðgöngu á Rauða torginu í Moskvu.

Sendiherra Rússlands í Póllandi, Sergey Andreev var í kirkjugarði sovéskra hermanna til að leggja blóm, þegar hundruði mótmælenda bar að, sem báru úkraínskan fána og hrópuðu „fasistar“ og „morðingjar“ að fulltrúum Rússlands og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu.

Fyrst var blómkransi, sem sendiherrann ætlaði að leggja í kirkjugarðinum, tekinn og trampaður í sundur og útataður rauðri málningu.

Atburðurinn endurspeglar „endurholdgunarferli fasismans“

Fulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, fordæmdi árásina og sagði :

„Við munum ekki óttast neitt en íbúar Evrópu ættu að vera hræddir við að sjá spegilmynd sína“

Zakharova sagði ennfremur að

„Aðdáendur nýnasista hafa enn og aftur sýnt andlit sitt“. Hún segir árásina, ásamt því að fjarlægja minnisvarða um hetjur úr sovéskum herjum seinni heimsstyrjaldarinnar, endurspegla „endurholdgunarferli fasismans“.

Deila