Refsiaðgerðir ESB gagnvart Rússum færir Evrópulönd áratugi aftur í tímann – Fara yfir í kolaorku

Kol þykja mjög óheppileg til orkuvinnslu, sér í lagi þegar horft er til loftlagsstefnu Evrópusambandsins en með refsistefnu sinni gagnvart Rússum þurfa fjölmörg Evrópuríki að reiða sig á kolin að nýju.

Þegar kemur að refsiaðgerðum gagnvart Rússum kemur virðast loftslagsmál skipta Evrópusambandið allt í einu engu máli skipta því nú huga Evrópulönd að því að taka upp notkun kola á ný til orkuframleiðslu í stað gass frá Rússlandi með tilheyrandi mengun og kolefnissporum. Fjallað var um málið í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi en í þættinum ræddi Pétur Gunnlaugssonar við Gústaf Skúlason fréttamann í Stokkhólmi.

Ef fram heldur sem horfir líður ekki á löngu þar til Evrópa verður komin í harða samkeppni við Kína um þann vafasama titil hver mengi mest. Þetta er því enn eitt merkið um að refsiaðgerðir Evrópu komi fyrst og fremst niður á löndum innan Evrópusambandsins og komi síður við kauninn á Rússum, nema að litlu leyti og styrkist gjaldmiðill landsins rúblan með hverjum deginum. Ljóst er að notkun kola er bæði óhagstæðari fjárhagslega og segja má að með því að taka upp kolanotkun að nýju sé Evrópa færð áratugi aftur í tímann.

Efnahagur Evrópu á hraðri niðurleið

Gústaf bendir á að sérfræðingar eins og Scott Ritter fyrrverandi leyniþjónustumaður og vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak segir stöðu Evrópu alls ekki góða.

„eins og hann segir þá er í þessum töluðu orðum efnahagur Evrópu á leiðinni lóðbeint niður og Evrópa hafi enga aðra valkosti en að keyra á kolum, enda ekki til fjármagn til þess að fjárfesta í dýrum vindmyllum og slíku, menn sýna vindmyllur og fínheit á glærum á fundum en það er ekkert á bak við þetta“segir Gústaf.

Evrópa í klemmu milli stafs og hurðar

Gústaf segir stöðuna flókna en Rússar hafa skorið niður gasflutning Nordstream2 og segja að til þess að geta lagfært það þurfi þeir varahluti frá Siemens í Þýskalandi, sem þeir geti þó ekki fengið vegna viðskiptaþvinganna.

„Scott segir Rússa vera með ákveðinn húmor hvað þetta varðar með að vísa til þess að þurfa varahluti frá Siemens en þetta sýnir í hvers lags ógöngur þessi refsistefna er komin, svo heyrði ég líka að þeir væru að bíða eftir varahlutum frá Kanada þannig þetta er nú svona en hver veit, kannski er þetta bara þeirra svar og að þeir séu bara að auka þrýstinginn“.

Afleiðingarnar eru þó mun meiri á Evrópulöndin því í Þýskalandi gæti þurft að leggja niður heilu atvinnugreinarnar vegna orkuskorts.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila