Refsiverð háttsemi á ekki að vera rannsökuð af KSÍ eða við eldhúsborðið á Bessastöðum

Birgir Þórarinsson oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson oddviti Flokks Fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Það sem einkennir þau mál sem komið hafa upp í samfélaginu hvað varðar meint kynferðisbrot og áreiti innan KSÍ og meðal starfsfólks á Bessastöðum eru þau kolröngu viðbrögð sem viðhöfð hafa verið. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Fréttir vikunnar í gær en þar voru Birgir Þórarinsson oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og Eyjólfur Ármannsson oddviti Flokks Fólksins í Norðvesturkjördæmi gestir Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Eyjólfur segir þau vinnubrögð sem hafa verið uppi í þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu vera fáránleg. Hann bendir á að öll slík mál eigi að vera rannsökuð af lögreglu og í framhaldinu að fara í hefðbundinn farveg í kerfinu, til þess sé kerfið ætlað. Bregðast þurfi strax við í málum sem þessum og þá með réttum hætti, sem ekki hefur verið gert í þessum málum.

Birgir segir málið sem upp kom á Bessastöðum afar óheppilegt, sérstaklega í ljósi þess að málið hafi ekki farið í réttan farveg. Hann bendir á að nú séu kosningar á næsta leyti og þar spili forseti mjög mikilvægt hlutverk þegar kemur að stjórnarmyndun.

“ það eru framundan mjög annasamir tímar hjá forsetanum vegna stjórnarmyndunar, þetta er því mjög óheppilegt og það setur ákveðin skugga á forsetaembættið að það hafi ekki verið tekið rétt á þessu máli í upphafi eins og hefði átt að gera“ segir Birgir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila