Reiði og táragas á götum Neapel – hörð mótmæli gegn nýjum lokunum kórónufaraldursins

Föstudagskvöld brutust út snörp mótmæli í Neapel gegn ákvörðun fylkisstjórans að loka samfélaginu að nýju vegna aukinnar hættu á kórónusmiti. Áður hafa mikil mótmæli gegn kórónulokunum verið m.a. í Þýskalandi og Bretlandi. Mótmælendur virtu að vettugi útgöngubann í Neapel sem er þriðja stærsta borgin á Ítalíu.

Að baki mótmælunum eru fyrirmæli fylkisstjórans að að loka samfélaginu enn á ný vegna kórónufaraldursins. Dagleg met hafa verið slegin í nýjum fjölda smitunartilfella.

Mótmælendur hrópuðu „Frelsi” og kom til kasta milli lögreglu og mótmælenda. Sumir mótmælenda köstuðu flöskum og reyksprengjum á lögregluna og aðrir settu upp logandi vegartálma úr ruslatunnum. Lögreglan svaraði með táragasi. Á myndbandi sjást mótmælendur ráðast á lögreglubíl með kylfum og steinum og varð lögreglan að flýja.

George Papadopoulos fv. ráðgjafi Donald Trumps segir á Twitter: „Ítalir slá gegn lokunum einræðisstjórnarinnar! Nú er komið nóg! Tími að oppna heiminn aftur.”

Myndband RT sýnir

Athugasemdir

athugasemdir

Deila