Reinfeldt: Fólksinnflutningurinn verður að halda áfram – annars bíða verri tímar

Fv. forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Móderata, Fredrik Reinfeldt, sem nú er formaður viðskipta- og atvinnurekendasamtakanna Visita í ferða- og gistiiðnaðinum, varar við því að stöðva fólksinnflutninga til Svíþjóðar. Þvert á móti verður að halda áfram að flytja inn fólk, svo að Svíþjóð geti þróast sem land og Svíar geti lifað góðu lífi í framtíðinni. Svíþjóð er alls ekki slæmt fordæmi í innflytjendamálum, fullyrðir fyrrverandi leiðtogi Moderata (mynd Politikerveckan Almedalen).

Verður að halda fjölda – fólksinnflutningunum áfram svo Svíar geti lifað góðu lífi

Fredrik Reinfeldt fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar varar við harðari aðgerðum gegn innflytjendum í löngu viðtali við DN. Fjöldainnflutningur fólks verður þvert á móti að halda áfram.

Að sögn Reinfeldt, sem var forsætisráðherra á árunum 2006-2014 og á þátt í stórum hluta fjöldainnflutninganna til Svíþjóðar, er innflutningur til landsins nauðsynlegur „til að Svíþjóð geti haldið áfram að þróast og meðborgararnir fái gott líf.“

Innflytjendamálin eru hjartans mál fyrir Fredrik Reinfeldt, segir blaðið.

En flokkur hans, Moderatarnir, hefur orðið sífellt gagnrýnari á innflytjendamál á undanförnum árum, að minnsta kosti í orði. Hugmyndir Reinfeldts um „opnið hjörtu ykkar“ eru ekki lengur beinlínis á dagskrá.

Fyrrverandi leiðtogi Moderata fullyrðir, að Svíþjóð sé alls ekki slæmt fordæmi um afleiðingar af fjöldainnflutningum. Þá mynd á enginn að kaupa. Þvert á móti munu stórir hlutar hins svokallaða þróaða heims fara sömu braut og Svíþjóð, fullyrðir Reinfeldt í DN.

Fáir innflytjendur óvinnufærir – gistibransinn sannar það

Hann neitar því einnig, að innflytjendur séu margir óvinnufærir. Reinfeldt leggur áherslu á, hversu margir innflytjendur vinna í gistibransanum..

Að mati Reinfeldts hefur almenna tilhneigingin í Svíþjóð og Evrópu verið sú að loka landamærum. En fáar barneignir og íbúar sem eldast krefjast áframhaldandi „innflytjendastraums.“ Hann segir það rangt að halda því fram að jarðarbúum fjölgi:

„Við höfum lifað í eins konar eilífri trú um að okkur fjölgi. En núna er þróunin að snúast við á heimsvísu, sérstaklega í háþróuðum hagkerfum. Ég bendi yfirleitt á japönsku fyrirmyndina: Með fáum barneignum og lokun landsins fyrir innflytjendum, þá hefur hið fullkoma elliheimili verið skapað“.

Reinfeldt hafnar allri gagnrýni, sem margir hafa beint að honum og innflytjendastefnu hans. Hann hefur haldið áfram lífinu og vísar til þess, að hann er ekki lengur leiðtogi Moderata. En hann mætir „miklum velvilja“ á götum og torgum í Svíþjóð að sögn.

Hann bendir á, að alls ekki megi gleyma því, hversu góð Svíþjóð og Norðurlöndin eru. Samkvæmt Fredrik Reinfeldt er ástandið svo gott, að við lifum um þessar mundir á „besta tímaskeiði mannkyns.“

Sjá nánar hér myndband sem Jessica Stegrud hjá Svíþjóðardemókrötum setti á facebook um málið

Deila