Repúblikanar í Texas vilja aðskilja Texas frá Bandaríkjunum – og stöðva glóbalistana

Repúblikanar í Texas segja, að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sé ekki löglega kjörinn af bandarísku þjóðinni. Núna opnar flokkurinn á þjóðaratkvæðagreiðslu um að skilja Texas frá Bandaríkjunum. Eftir að tillagan varð opinber, þá hrundi vefsíða flokksins í Texas.

Repúblikanar ræða um að aðskilja Texas fylki Bandaríkjanna frá Bandaríkjunum undir stjórn Biden. Meiningin er að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Frá þessu greinir Newsweek.

Í stefnu flokksins sem samþykkt var um helgina segir:

„Alríkisstjórnin hefur grafið undan rétti okkar til staðbundinnar sjálfstjórnar. Þess vegna ætti að hunsa, andmæla, hafna og afnema alríkislög sem brjóta í bága við grundvöll Texas. Texas viðheldur réttinum að segja sig frá Bandaríkjunum og löggjafinn í Texas er hvattur til að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.“

„Við hvetjum löggjafann í Texas til að samþykkja frumvarp á næsta þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu í almennum kosningum 2023 til að íbúar Texas geti ákveðið, hvort Texas fylki eigi að endurheimta stöðu sína sem sjálfstæð þjóð.“

Hafna alheimsstjórn, Endurræsingunni miklu og valdi alþjóðastofnana yfir þjóðum

Áfram segir í stefnuskjali repúblikakna:

„Bandaríkin eru fullvalda þjóð, sem byggir á meginreglum frelsis. Við höfnum hvers kyns málsvörn fyrir vald yfir þjóð okkar eða meðborgurum hennar frá erlendum einstaklingum eða aðilum, svo sem Alþjóðaefnahagsráðinu (WEF), Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Við höfnum hugmyndinni um heimsstjórn eða Endurræsingunni miklu „The Great Reset.“

Ef það verður þjóðaratkvæðagreiðsla, verður þá hægt að skilja sig frá Bandaríkjunum?

Newsweek heldur því fram, að engin lagastoð sé fyrir því að aðskilja Texas frá sambandinu. Ryan Griffiths, dósent í stjórnmálafræði við Syracuse háskóla segir við blaðið:

„Útgagnga Texas er mjög ólíklegur atburður. Texas mun ekki segja sig frá Bandaríkjunum nema að bandaríska stjórnmálakerfið eða alþjóðakerfið verði fyrir einhvers konar meiriháttar áfalli.“

Aðskilnaður við Bandaríkin „gæti leitt til styrjaldar“

Newsweek vitnar einnig í Hæstarréttardómarann ​​Antonin Scalia, sem skrifaði einu sinni:

„Ef það var eitthvert stjórnarskrármál, sem var leyst með borgarastyrjöldinni, þá var það, að það er er enginn réttur til að segja skilið við Bandaríkin.“

Slíkur aðskilnaður gæti þannig leitt til stríðs.

Darrell M West hjá Brookings Institution segir í viðtali við The Independent:

„Það er fólk í Texas, sem líkar alls ekki við þá stefnu, sem Bandaríkin eru að taka í margvíslegum málum – þar á meðal innflytjendamálum, byssueftirliti og loftslagsbreytingum. En það er eitt að kvarta yfir landsstjórninni og annað að koma með sína eigin stefnu.“

Texas hefur einu sinni áður verið sjálfstætt. Frá 1836 til 1845, þegar þeir sameinuðust Bandaríkjunum.

Deila