Repúblikanar krefjast svara af Pelosi um öryggið við þinghúsið – fékkst ekki leyfi fyrir komu þjóðvarðliðsins fyrr en um seinan

Nancy Pelosi forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki samvinnuþýð við þingmenn Repúblikana. M.a. fá þeir ekki að skoða sömu gögn og Demókratar um áhlaupið á þinghúsið 6. janúar. Repúblikanar krefjast svara af Pelosi, vegna tafa á að fá þjóðvarðliðið en lögreglustjóri þingsins bað um aðstoð, sem var hafnað.

Fjórir repúblikanir krefjast svara frá forseta fulltrúardeildarinnar Nancy Pelosi varðandi aðgerðir hennar í sambandi við öryggismálin sama dag og ráðist var á þinghúsið og einnig eftir árásina. Í bréfi dagsettu 15. febrúar skrifa þeir, að Steven Sund yfirmaður lögreglu þinghússins, hafi farið fram á að kallað skyldi eftir þjóðvarðliðinu vegna mótmælanna í Washington 6. janúar. Repúblikanarnir fjórir, Rodney Davies, Jim Jordan, James Comer og Devin Nunes sem allir eru nefndarmeðlimir í fulltrúadeildinni, skrifa að að „beiðninni var hafnað.“ Pelosi óskaði eftir afsögn Sund daginn eftir árásina sem Sund varð við.

Yfirmanni lögreglu þinghússins neitað um að kalla eftir þjóðvarliðinu

Setja þingmennirnir fram ýmsar spurningar í bréfi sínu, sem þeir vilja fá svör við. Meðal annars hvers vegna beiðni Sund 4. janúar var hafnað, þegar hann sóttist eftir stuðningi til að kalla þjóðvarðliðið til starfa við þinghúsið. Einnig 6. janúar sama dag og áhlaupið varð.

„Hvaða svar fengu öryggisverðirnir frá þér 6. janúar, þegar Sund fór fram á að geta kallað eftir þjóðvarðliðinu, en það krefst samþykki af þinni hálfu?“ hljómar önnur spurning.

Jafnframt undrast þingmennirnir yfir því, hvers vegna starfsmenn fulltrúardeildarinnar hafa neitað að verða við óskum þeirra um að fá að sjá gögn varðandi atburðina 6. janúar. Var þeim tjáð að „að sökum innihalds upplýsinganna sem spurt er um og áhyggjur varðandi eðli fyrirspurnarinnar … þá er ekki hægt að láta frá sér upplýsingarnar að svo stöddu.“ Á sama tíma fengu demókratar í dómsmálanefndinni aðgang að upplýsingunum. „Það er óásættanlegt. Frú forseti, sú skipun getur aðeins hafa komið frá þér“ skrifa þingmennirnir.

Skipaði fyrrverandi undirforingja í hernum til að leiða rannsókn án samráðs við minnihlutann

Nancy Pelosi tilkynnti í bréfi til demókrata í fulltrúardeildinni í fyrri viku, að hún hefði beðið Russel Honoré fyrrum undirforingja í hernum að leiða óháða nefnd til að rannsaka áhlaupið á Kapitolium.

Repúblikanarnir fjóru draga í efa hversu sjálfstæð nefndin geti verið. Þeir skrifa, að til staðar sé mikill stuðningur til að framkvæma óháða rannsókn en „Honoré var skipaður einungis af þér án samráðs við minnihlutann.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila