Repúblikanar leggja til að léttara sé að kjósa og erfiðara að svindla í almennum kosningum

RonnaMcDaniel formaður þjóðarráðs repúblikana t.v. og Thomas O. Hicks, Jr. varaformaður t.h. en hann útskýrir hér í grein, um hvað endurbæturnar á kosningafyrirkomulagi í Bandaríkjunum snúast. (©twitter/TommyHicks@TommyHicksGOP)

Thomas O. Hicks, varaformaður þjóðarráðs Repúblikana, skrifaði nýlega grein í Townhall um tillögur Repúblikana varðandi kosningakerfið í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti og demókratar segja eina stærstu hættu lýðræðis stafa af kröfu repúblikana og flestra Bandaríkjamanna, að sjálfsagt sé að sýna skilríki til að sanna hver maður er í almennum kosningum. Slíkt teljum við í Evrópu vera eðlilegt og það minnkar möguleika á svindli. Útvarp Saga birtir hér í lausri þýðingu grein Thomas O. Hicks, Jr.

Landsnefnd repúblikana (RNC) hefur fjárfest í alhliða átaki á landsvísu til að auðvelda kosningar og gera kosningasvindl. Við berjumst fyrir heiðarlegum kosningum og það er algjör nauðsyn að vernda atkvæði þitt frá áætlun demókrata, sem grefur undan atkvæðisörygginu. Við tökum þátt í 19 málaferlum um heiðarleika kosningakerfisins á landsvísu og við munum vinna þá baráttu.

Þjóðin styður fyrirhugaðar breytingar á kosningakerfinu sem byggir á fimm megin þáttum

Fjárfesting okkar er að hluta til knúin áfram af skoðanakönnunum, sem stöðugt sýna að bandaríska þjóðin styður skynsamlega nálgun okkar að tryggja kosningar. Nýleg skoðanakönnun, sem RNC lét gera, sýndi að 78% Bandaríkjamanna styðja fyrirhugaða áætlun um atkvæðagreiðslur sem byggir á fimm meginreglum:

  • að kjósendur framvísi persónuskilríkjum
  • að undirskrift kjósenda sé staðfest
  • að kosningaseðlar séu rekjanlegir
  • að tveggja flokka eftirlit sé við talningu atkvæða
  • að kjörskrá sé uppfærð reglulega

Könnunin leiddi einnig í ljós að 80% kjósenda styðja, að kjósendur sýni persónuskilríki; þetta viðhorf samsvarar annarri skoðanakönnun, m.a. nýlegri frá NPR sem sýndi, að 79% kjósenda eru hlynntir skilríkjum kjósenda. Þær aðgerðir sem við erum að knýja fram eru hvorki umdeildar né öfgakenndar. Þær eru skynsamir og þær eru studdir af bandarískum ríkisborgurum.

Auðvitað hindrar þetta ekki demókrata frá því að reyna að skapa ranga reiði og deilur á hverju stigi þessa samtals. Kosningastef demókrata er einfalt: að ljúga og ná athygli þar til almennir fjölmiðlar taka við stafnum og gera lygar demókrata að falskri þjóðarsögu. Við sáum þetta í Georgíu, þar sem lygar Joe Biden og Stacey Abrams um endurbætur kosingakerfis ríkisins ýttu MLB að flytja burtu stjörnuleiki sína frá Atlanta. Þessar lygar kostuðu góða íbúa Georgíu um 100 milljónir Bandaríkjadala. Við sjáum núna í Texas, þar sem demókratar hafa gengið – ekki einu sinni heldur tvisvar – út af fundum þar sem verið var að ræða löggjöf til að tryggja heiðarlegar kosningar. Síðasta uppátæki þeirra var að yfirgefa löggjafarvaldið í Texas og fara í einkaflugvélar Washington DC í leit að athygli fjölmiðla.

Það kemur ekki á óvart að almennir fjölmiðlar fylgdu því eftir. Þetta er stef þeirra. Þegar kemur að heiðarlegum kosningum, þá þurfa Bandaríkjamenn að gæta að sambandinu á milli lyga demókrata og almennra fjölmiðla.

Bandaríkjamenn þreyttir á innantómri, athyglissjúkri nálgun demókrata til kosningamálanna

Á meðan demókratar framkvæma athyglissjúk glæfrabrögð vinnur þjóðarráð repúblika RNC í reynd að því að tryggja framkvæmd heiðarlegra kosninga og vernda atkvæðið þitt. Lögfræðingateymi RNC vinnur af kappi um allt land og tekur þátt í málaferlum og veitir repúblikönum á landsvísu nauðsynlega lögfræðiþekkingu til að taka þátt í þessum málaferlum. Við sáum nýlega tímamótasigur í Brnovich gegn landsnefnd demókrata, sem staðfesti bann Arizona á söfnun óútfylltra kjörseðla frá kjósendum til að fylla í fyrir þeirra hönd. Stjórnmálateymið okkar byggir upp sögulegt, víðtækt kosningakerfi sem lætur þjálfaða starfsmenn og sjálfboðaliða hafa eftirlit með kosningum á kjörstað. Samskiptateymi okkar berst gegn óheiðarlegum frásögnum almennra fjölmiðla af kosningum. Vefsíða okkar um heiðarlegar kosningar inniheldur nýjustu upplýsingar um okkur, t.d. innlenda auglýsingaherferð sem kostaði sjö stafa tölu og afhjúpar lygar demókrata um kosningarnar í Georgíu.

RNC hefur skuldbundið sig til að gera það auðveldara að kjósa og erfiðara að svindla og bandaríska þjóðin styður þessa viðleitni okkar. Lygar demókrata verða stöðugt þynnri og Bandaríkjamenn þreytast á innantómri, athyglissjúkri nálgun þeirra í þessu mikilvæga máli.

Thomas O. Hicks, Jr. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila