Repúblikanar vilja rannsókn á kínverskum fyrirtækjum í kauphöllum Bandaríkjanna sem dæla peningum til Kommúnistaflokks Kína

Viðskiptastríðið vindur upp á sig, núna misnota kínversk fyrirtæki sér stöðu sína í kauphöll Bandaríkjanna í útboðum og síðan eru peningarnir fluttir yfir til kínverska kommúnistaflokksins og fjárfestar tapa sínu. (Merki DiDi sem svindlaði á fjárfestum nýlega)

Hópur þingmanna repúblikana hvetur formann bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC), Gary Gensler, til að rannsaka kínversk fyrirtæki sem skráð eru í bandarískum kauphöllum eftir að „hafa hrifsað til sín milljarði dollara“ frá bandarískum fjárfestum í kjölfar þvingunaraðgerða gegn fyrirtækjum og embættismönnum í Kína.

Öldungadeildarþingmennirnir John Kennedy, Dan Sullivan, Marsha Blackburn, Tom Cotton, Kevin Cramer, Bill Hagerty og Rick Scott sendu Gensler bréf 28. júlí, þar sem vísað var til aðstæðna, sem tengjast kínverska bílaútleigufyrirtækinu Didi.

Kínverski kommúnistaflokkurinn sagði eftir útboðið að fyrirtækið hafi brotið gegn lögum í Kína

Didi hélt frumútboð sitt í kauphöllinni í New York fyrr í þessum mánuði. Strax í kjölfar útboðsins, hóf kínverski kommúnistaflokkurinn rannsókn á fyrirtækinu og hélt því fram, að það hafi brotið gegn kínverskum einkalögum og innlendum öryggislögum og lokaði fyrir að hægt væri að hala niður app fyrirtækisins.

„Áður en hlutabréfasalan fór fram, þá gerðu ráðamenn og stjórnendur Didi lítið úr hættu á yfirvofandi kínverskum reglugerðum í…þrátt fyrir fréttir um að kínverski kommúnistaflokkurinn hafi varað yfirmenn Dídí við því að fresta útboði“ skrifa öldungadeildarþingmennirnir í bréfi sínu. „Útboðinu lauk með góðum árangri – 4,4 milljörðum dollara aðallega frá fjárfestum í Bandaríkjunum.“

Öldungadeildarþingmennirnir segja að gengi hlutabréfa Didihafi hafi hrunið tveimur dögum síðar vegna aðgerða kommúnistaflokksins. Benda þeir einnig á að skýrslur sýni að „kommúnistaflokkurinn muni sekta Didi um tæplega 3 milljarða dala, sem þýðir að þessir bandaríkjadollar gætu farið beint í kassa Kommúnistaflokks Kína.“

Vilja rannsókna önnur kínverskum stórfyrirtæki til að koma í veg fyrir risastór fjármálasvindl

Öldungadeildarþingmennirnir hvetja Gensler til að hefja rannsóknir á hugsanlega sviksamlegum kínverskum fyrirtækjum, sem skráð eru í bandarískum kauphöllum líkt og Didi, til að berjast gegn hugsanlegu fjármálasvindli.

Ríkisstjórn Donald Trump samþykkti lög um að „Gera erlend fyrirtæki ábyrg fyrir ársreikningum sínum“ sem er ætlað að fjarlægja kínversk fyrirtæki frá kauphöllum í Bandaríkjunum, ef þau fylgja ekki bandarískum endurskoðunarreglum þrjú ár í röð. Í lögunum er einnig krafist þess að fyrirtæki sanni fyrir verðbréfaeftirlitinu, að þau séu ekki í eigu eða stjórnað af erlendrum ríkisstjórnar t. d. með stjórnarmönnum sem séu embættismenn kínverska kommúnistaflokksins.

Segja þingmennirnir, að nýlegt útboð Didi undirstriki „vandamál kínverskra fyrirtækja sem nýta sér fjármagnsmarkaði okkar og hunsa það gagnsæi, sem krafist er samkvæmt bandarískum lögum til að fá aðgang að bandarískum mörkuðum.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila