Rétt ákvörðun hjá Finnum að ganga í NATO – Finnski herinn mjög góð viðbót við NATO herinn

Það var rétt ákvörðun hjá Finnum að taka skrefið og sækja um aðild að NATO því Rússar verða ekki viðræðuhæfir næstu áratugina og því mikilvægt að tryggja öryggi sem best. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Borgþórs Kjærnested í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Líklegt að Rússar bregðist við af hörku en segir þó engin átök verða

Hann segir mjög líklegt að Rússar muni bregðast við umsókn Finna af hörku þó staðan muni ekki leiða til stríðsátaka. Engin önnur undirliggjandi deilumál séu á milli Rússa og Finna og því sé afar ólíklegt að sú staða komi upp að Rússar myndu ráðast að Finnlandi.

„ég hef ekki neina ástæðu til þess að halda að svo verði, það kæmi þá eins og þruma úr heiðskíru lofti af það myndi gerast, það eru engin undirliggjandi deilumál þarna“

Pútín getur sjálfum sér um kennt

Borgþór segir að Pútín geti sjálfum sér um kennt þegar komi að umsókn Finna í NATO, staðan sé einfaldlega sú að umræður um umsókn Finna að NATO hefðu ekki komið til nema vegna stríðsins í Úkraínu.

Í þættinum rifjaði Borgþór einnig upp samskipti þessara tveggja þjóða allt frá síðari heimsstyrjöld sem hefur hingað til einkennst af nokkuð gagnkvæmri virðingu að mestu en lykilatriði í þeim samskiptum eru hvernig forsetar landsins hafi í gegnum tíðina hafa umgengist Rússa.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila