Réttarhöld yfir eiginmanni Nancy Pelosí í dag vegna ölvunaraksturs

New York Times greinir frá því, að tekið verður fyrir ölvunarmál eiginmanns Nancy Pelosis, Paul Pelosi í dag en hann á yfir höfði sér 5 ára skilorðsbundið fangelsi og a.m.k fimm daga í fangelsi.

Á meðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hleypir öryggismálum heimsins í Asíu í uppnám með heimsókn sinni til Taívan, þá mun eiginmaður hennar mæta á sama tíma fyrir dómstól í dag í meira en 6.000 km fjarlægð, miðvikudag, vegna ákæru um ölvunarakstur.

Á Paul Pelosi, 82, að mæta við réttarhöld miðvikudagsmorgun vegna ákæru um að aka bíl í Napa sveitarfélaginu í Kaliforníu undir áhrifum áfengis með a.m.k 0,08% í blóðinu. Var Paul á leiðinni á víngarð þeirra hjóna eftir matarboð, þegar maður á jeppa lenti á Porsche bíl Pauls.

Paul Pelosi var handtekinn 28. maí. Lögreglan segir, að Paul Pelosi þurfi ekki að mæta í eigin persónu heldur getur sent fulltrúa sinn, lögfræðing, sem getur flutt málið fyrir hans hönd.

Stórgræðir á innherjaviðskiptum eftir fjárfestingu allt að 5 milljónum dala í tölvufyrirtækinu Nivida

Pelósi hjónin hafa verið mikið í fréttum vegna innherjaviðskipta Paul Pelósí en hann keypti hlutabréf í tölvufyrirtækinu Nividia allt að 5 milljónum dollara skömmu áður en Bandaríkjaþing samþykkti milljarða dollara fjárstuðning til tæknifyrirtækja sem framleiða örflögur í tölvur. Paul keypti 17,200 hlutabréf í Nividia og er fjárstuðningur ríkisins útskýrður til að bæta samkeppnisaðstöðu iðnaðarins gagnvart kínverskum fyrirtækjum.

Taívan er helsti framleiðandi örflaga í tölvur og ásækjast Kínverjar eyjuna m.a. til að tryggja þá afurð fyrir tölvuframleiðslu í Kína.

Ferð Nancy Pelósí gæti því verið í efnahagslegum tilgangi fyrir fyrirtæki eiginmannsins ásamt því að reyna að sýna Bandarískum kjósendum, hversu hörð hún er að yppa gogg við Kína til að reyna að bjarga atkvæðaflótta frá demókrataflokknum. Það síðarnefnda getur samt fengið þveröfug áhrif, ef Kína gerir alvöru úr hótunum sínum og hertaki Taívan í kjölfar heimsóknar Nancy Pelósí til Taívan.

Sjá myndband hér að neðan, þar sem fjallað er um þessi mál

Deila