Rétttrúnaðurinn hefur innreið í myndasögurnar: Ofurmennið gerist tvíkynhneigður og hefur ástarævintýri með karlmanni

Ekki leggst það jafn vel í alla aðra eins og í rétttrúnaðarfólkið, að Stálmaðurinn er farinn að eiga samkynsástarævintýri. Jon Kent verður ástfanginn af fréttaritara eins og pabbinn nema að núna er fréttaritarinn strákur. Stálmaðurinn er einnig rétttrúaður og notar kraftana til að hindra upphitun jarðar og að sjálfsögðu er hann bólusettur, þeggar hanna stöðvar brottrekstur ólöglegra innflytjenda. (Sksk. Twitter)

Ofurmenni DC Comics er nú tvíkynhneigður og væntanlegt teiknimyndahefti fjallar m.a. um ástarævintýri stálmannsins og karlkyns blaðamanns. Afbatabreyting ofurhetjunnar veldur deilum, svo ekki sé meira sagt. Jon Kent, sonur Clark Kent og Lois Lane, er algjör ofurhetja nútímans. Hann berst gegn loftslagsbreytingum og skotárásum á skóla og notar ofurkrafta sína til að stöðva brottvísun ólöglegra innflytjenda. Að sjálfsögðu er hann bólusettur og aðstoðar fólk að komast í hóp þeirra BÓLUsettu. Í nýjasta tölublaðinu „Ofurmennið: Sonur Kal-El“ kemur hann út sem tvíkynhneigður og ástríðan teiknuð með heitum kossi Stálmannsins og Jay Nakamura, fréttamanns.

Rithöfundurinn Tom Taylor sagði í yfirlýsingu nýlega að „Merki Ofurmennisins hefur alltaf staðið fyrir von, sannleika og réttlæti. Í dag táknar merkið eitthvað meira. Í dag geta fleiri séð sjálfa sig í öflugustu ofurhetjunni í myndasögunum.“

Ofurmennið, sem kom til sögunnar árið 1938, hefur alla tíð verið ein mikilvægasta hetja Bandaríkjanna: Sterkur, karlmannlegur og berst fyrir „sannleika, réttlæti og bandarísku leiðinni.“ Samt sem áður, þá breytti DC Comics þessu í júlí s.l. þegar saga Jon Kents hófst í fyrsta tölublaði „Ofurmennið: Sonur Kal-El“ og breytti upprunalegum kjörorðum föður síns í „sannleika, réttlæti og betri heim.“

DC Comics réð til sín kynþáttaaðgerðarsinnann Ta-Nehisi Coates til að vinna að kvikmynd um Ofurmennið, sem tæki kynþáttamál með í dæmið og að breyta kynhneigð Supermans var þá eðlileg í framhaldinu fyrir Taylor. Sagði Taylor í viðtali við New York Times að „það varalgjörlega glatað tækifæri að fara að setja annan gagnkynhneigðan, hvítan bjargvætt í staðinn fyrir Clark Kent.“

Margir aðdáendur ofurmennisins – sérstaklega á íhaldssama kantinum – áttu aldrei áður í neinum vandræðum með ofurmennið. Núna fylla þeir netmiðla með athugasemdum og vandkvæðum yfir Ofurmenni nútímans.

Til dæmis tístir Piers Morgan: „Frábært! En fyrir fullkomnari útfærslu, þá myndi ég líka vilja sjá Lois Lane verða fjölkynhneigða og að Lex Luthor sé auðkenndur sem sjálfsvitundarlesbía.“

Josh Jordan tístir: „Nýja Ofurmennið…hefur áhyggjur af umhverfismálum, er óhræddur við að fara í stjórnmálin og mun fljótlega hefja ástarsamband við karlkyns vin. Ekkert er orðið eftir sem hægt er að hverfa til án þess að fá stjórnmálin beint í andlitið.“

Ben Shapiro skrifar: „Á meðan Ofurmennið er ekki fatlaður trans maður, þurfið þið ekki að vera að gera hann að kommafígúru.“

Josh Mandel segir: „Tvíkynhneigð teiknimyndasaga fyrir börn. Þeir eru bókstaflega að reyna að eyðileggja Ameríku.“

Stuðningsmenn hins nýja Afturbataofurmennis vísa gagnrýninni á bug og fullyrða, að fólk sem er í nöp við breytinguna „hafi aldrei keypt neina teiknimyndasögu á ævinni.“

Katherine M. Gordon tístir: „Þetta mun gera allt rétta fólkið brjálað.“

Tom og Lorenzo tístir: „Ég er hér til að fylgjast með þessu samkynhneigða öngþveiti.“

Þrátt fyrir yfirburði ofurhetjumynda í kvikmyndahúsum og á streymiveitum, þá hefur sala teiknimyndasagna verið lítil í nokkur ár. Afbatasögur ná ekki til yngri aldurshópa og fv. DC-listamaðurinn Ethan Van Sciver sagði á YouTube í sumar:

„Það er áþreifanleg örvæntingartilfinning í greininni. Teiknimyndasöguiðnaðurinn er ein hörmung um þessar mundir. Það virðist ekki vera eins og einhver sé að reyna að vinna sér inn peninga með því að framleiða seljanlegar, eftirsóknarverðar og safnlegar teiknimyndasögur. Flestir höfundar nota teiknimyndasögur í fjölmiðlum til að komast í sjónvarpsþætti og kvikmyndir á Netflix. Þeir eru að reyna að vekja athygli fjölmiðla á sér með því að sýna fjölmenningarfrumkvæði.“

Varðandi fjölmenninguna, þá er Jon Kent ekki eina LesbíuGayBísexúellaTranshetjan, sem DC hefur kynnt á undanförnum mánuðum. Í ágúst skýrði DC frá því, að Tim Drake, hliðarmaður Batmans, er tvíkynhneigður.

Sjá nánar hér

Deila