Hagkvæmast að breikka Reykjanesbrautina frá Krísuvík að Hvassahrauni

Hagkvæmast er að breikka Reykjanesbrautina frá Krísuvík að Hvassahrauni. Þetta er niðurstaða í nýútkominni frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra greinir frá málinu á Facebook síðu sinni en þar segir Sigurður jafnframt að hann ætli að beita sér fyrir því að unnið verði að vegaúrbótum á Reykjanesbraut út frá þeim forsendum

Náist farsæl lending verður hægt að flýta og ljúka framkvæmdum við Reykjanesbrautina frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunnar„,segir Sigurður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila