Reykjavíkurborg opnar kosningavef fyrir hverfakosningar

Reykjavíkurborg hefur opnað kosningavef fyrir alla þá íbúa Reykjavíkur 15 ára og eldri. Á vefnum geta íbúar tekið þátt í kosningum um hugmyndir sem snúa að úrbótum í sínu hverfi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að vefurinn hafi verið opnaður í nótt og að hver og einn geti kosið oft ef viðkomandi vill, og eru íbúar Reykjavíkur hvattir til að taka þátt í verkefninu.

Vefurinn sem ber heitið Hverfið mitt var eins og fyrr segir opnaður í nótt en skoða má vefinn með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila