Fyrirhuguð veggjöld eru hernaður gegn íbúum úthverfa borgarinnar

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins

Þær fyrirætlanir að setja veggjöld á helstu stofnleiðir Reykjavíkur eru ekkert annað en hernaður gegn þeim íbúum sem búa í úthverfum borgarinnar.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en þær voru gestir Péturs Gunnlaugssonar.

Þær benda á að þeir sem búi í úthverfum borgarinnar og sæki til að mynda vinnu nær miðborginni eða í þeim hlutum borgarinnar sem sé fjarri þeirra hverfi komi til með að borga umtalsverðar upphæðir í veggjöld komi þau til framkvæmda

þetta er bara hernaður gegn þessu fólki“.

Þá benda þær á að einnig sé fyrirhugað að lengja þann tíma sem borga þarf í stöðumæli í miðborginni þannig kostnaður fyrir bíleigendur verði mjög mikill, einnig á sunnudögum og segja að þegar allt komi til alls sé um tvísköttun sé að ræða.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila