Borgaryfirvöld helst þekkt af ósannindum og svikum

Bolli Ófeigsson, Gunnar Gunnarsson og Björn Jón Bragason

Verslunareigendur þekkja borgaryfirvöld helst af ósannindum og svikum í þeirra garð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Gunnarssonar talsmanns Miðbæjarfélagsins,Bolla Ófeigssonar gullsmiðs og Björns Jóns Bragasonar í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar.

Þeir segja að borgaryfirvöld hlusti einfaldlega ekki á kaupmenn sem segja að viðskiptavinum hafi fækkað stórlega eftir lokun Laugavegar

þeir segja að þvert á móti að þeim hafi fjölgað og muni fjölga, þó staðreyndirnar sem blasi við tali sínu máli„.

Þá segja þeir að þeim sem hafi mótmælt lokunum hafi verið hótað

þá er þeim sagt að vera ekki með þetta vesen því þá myndu þeir loka alveg, svona hegðar þessi borgarmeirihluti sér

Þeir telja enn hægt að draga úr skaðanum með því að opna fyrir umferð aftur og hægt væri að bæta málin töluvert með einföldum aðgerðum

ef við tökum sem dæmi þá væri hægt að bjóða frítt í bílastæði með svona klukku eins og þeir sem búa á Akureyri eru með í sínum bílum„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila