Vegið að fyrirtækjarekstri í borginni

Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Það er vegið að fyrirtækjarekstri innan borgarmarkanna með svimandi háum gjöldum og álögum og þegar eru dæmi um að fyrirtæki hafi flúið borgina vegna þess.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Eyþór bendir á að á meðan staðan sé þessi í borginni séu önnur sveitarfélög að lækka hjá sér gjöld til hagsbóta fyrir fyrirtæki

til dæmis fara þessi háu fasteignagjöld hér í borginni beint út í leiguverðið og núna hafa þegar nokkur fyrirtæki flúið og farið annað, þannig að það er vegið að atvinnustarfseminni í borginni með þessu”,segir Eyþór.


Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila