„Ríki“ á bak við árásina – Nord Stream gasleiðslurnar líklega ónothæfar til frambúðar

Á heræfingu Nató á Eystrarsalti í júní í sumar voru m.a. æfðar kafanir við Borgundarhólm á þeim stað sem gasleiðslurnar voru sprengdar. Var æft með mannlausum neðansjávardrónum og öðrum neðansjávarvopnum segir í opinberu málgagni bandaríska sjóhersins (mynd Daniel James Lanari/US Navy sýnir kafara við austurströnd Svíþjóðar á Baltops 22 heræfingunni).

Áreiðanlegar heimildir þýsku ríkisstjórnarinnar telja gasleiðslur Nord Stream ónýtar

Tagesspiegel vísar í heimildir innan þýsku ríkisstjórnarinnar:

„Aðeins ríki getur verið að baki sprengingu Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti. Og leiðslurnar verða líklega ónothæfar og verða ónýtar um aldur og ævi – nema þær verði lagfærðar mjög fljótt.“

Samkvæmt Tagesspiegel eru Nord Stream-leiðslurnar sem voru sprengdar í meðvitaðri árás líklega ónothæfar í framtíðinni. Hefur blaðið þetta eftir þýskum öryggisyfirvöldum.

Lagfæra þarf stálrörin mjög fljótt til að koma í veg fyrir að saltvatn komist inn og tæri stálið. Mikið saltvatn getur runnið inn rörin, því skemmdirnar eftir sprengjurnar eru svo miklar.

Heimildarmenn þýskra stjórnvalda og aðrir sérfræðingar telja, að árásin sé svo tæknilega fullkomin, að hún geti aðeins hafa verið framkvæmd af ríki með getu til slíkra verkefna.

Ein kenningin er sú, að kafarar hafi komið sprengjunum fyrir á leiðslunum og það gæti hafa verið gert áður og síðan sprengjurnar sprengdar með fjarstýringu. Miklar heræfingar Nato voru á Eystrarsalti í sumar og kafarar æfðu einmitt á því svæði sem sprengjurnar sprungu.

Sænska sjónvarpið greindi frá því, að yfir 100 kíló af dýnamíti eða TNT hafi líklega verið notuð í árásinni. Að sögn þýska blaðsins er lekinn gífurlegur og hraði þrýstingsfallsins að sama skapi mikill.

Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að enginn hagnist á eyðileggingu Nord Stream. En hann gleymdi einum aðila: Bandarískir gasseljendur hagnast vel núna á sölu á gasi með bátum yfir hafið til Evrópu á a.m.k. tíföldu hærra verði en áður.

Umræðurnar um hver er að baki skemmdarverkinu halda áfram. Hér að neðan eru nokkur dæmi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila