Ríkin geta skorið úr um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna fari kosningarnar fyrir þingið

Ef hvorki Biden né Trump ná tilskyldum fjölda kjörmanna samtals 270, þá gætu úrslit forsetakosninganna verið ákveðin af Bandaríkjaþingi. Þar sem Repúblikanar hafa tökin í flestum fylkjum Bandaríkjanna þýddi það líklega að Trump verður kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Donald Trump nefndi þennan möguleika þegar í september á fundi með stuðningsmönnum sínum og sagði að það væri þá honum í vil „Það verður í okkar hag ef málið fer inn á þing. Skilja allir það? Ég hugsa að það sé um 26-22, þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði. Svo það er okkur í vil.“

Nancy Pelosi bendir Demókrötum á þann möguleika að þingið tilnefni forsetann

Nancy Pelosi

Nancy Pelosi forseti fulltrúardeildarinnar hvatti einnig Demókrata til að undirbúa sig fyrir þennan möguleika. „Ef Trump vinnur ekki á kjörstaðnum mun hann vilja að fulltrúardeildin tilnefni hann sem forseta“ sagði Pelosi í bréfi til Demókrata.

Paul Engel rithöfundur og fyrirlesari, höfundur bókarinnar „The Constitution Study“ útskýrir málin: „Tæknilega séð höfum við enn ekki haft neitt forsetakjör. Það eina sem við höfum haft er kosning um kjörmenn. Kjörmennirnir munu greiða atkvæði sín og ákveða hver verður forseti þann 14. desember. En staðan er orðin flækt vegna fjölda ásakana um kosningasvindl og deilur sem eru í gangi í fleiri ríkjum.

Endanlegt vald við val kjörmanna í höndum löggjafans í hverju ríki fyrir sig

Tímamörk eru á því, hvenær ríkin verða að hafa tilnefnt kjörmenn og tilkynnt þinginu svo kjörmenn verði staðfestir. Það sem getur gerst núna ef úrslit kosninganna verða enn ókljáð og slíkt er heimilað í alríkislögum, er að löggjafi ríkjanna getur sagt: OK kosningarnar eru í algjöru rugli og við verðum að axla ábyrgð okkar og tilnefna kjörmenn. Það er löggjafi hvers ríkis sem hefur endanlega valdið yfir val á kjörmönnum.“

Í mörgum ríkjum, þar sem flestir fjölmiðlar hafa tilnefnt Biden sem sigurvegara með skornum atkvæðamun, þar ráða Repúblikanar. Meðal þessarra ríkja eru Michigan, Wisconsin, Pennsylvania, Arizona og Georgia. Komið getur til kasta þingsins að ákveða hvernig eigi að telja atkvæðin og verði það ekki gert gæti staðan orðið sú að hvorugur forsetaframbjóðandanna hafi þá 270 kjörmenn sem þarf til að verða kjörinn forseti.

Hvert ríki með eitt atkvæði

„Ef enginn framjóðanda fær hreinan meirihluta fer kosning forsetans til fulltrúardeildarinnar og kosning varaforsetans til öldungardeildarinnar. Hér kemur einnig næsta áhugaverða atriði. Þegar kosið verður um forsetann í fulltrúardeildinni þá eru það ekki þingmenn fulltrúardeildarinnar sem kjósa heldur fulltrúi ríkjanna. Með öðrum orðum hefur hvert ríki aðeins eitt atkvæði.“

„Það þýðir að ríki eins og Kalifornía og New York fá einungis eitt atkvæði hvert alveg eins og minni ríki eins og Wyoming. Repúblikanski flokkurinn hefur völdin í 24 ríkjum sem bera má saman við 15 ríki sem Demókratar hafa. Í öðrum ríkjum er völdunum skipt.

Ef Repúblikanar nota meirihluta sinn og staðfesta Trump sem forseta má búast við sterkum viðbrögðum. Margir Bandaríkjamenn munu telja það vera svindl vegna þess hversu þekkingu á stjórnarskránni er vanháttað. Þrátt fyrir að farið er að orðum stjórnarskrárinnar og laganna, þá verður það misskilið. Munu margir líta á það sem tilraun til að stela kosningunum, þrátt fyrir að farið sé að kosningalögum.“

Nægar sannanir fyrir kosningasvindli

Paul Engel segir að Bandaríkjamenn munu að endingu fá málin í fangið: „Spurningarnar um talningu atkvæða og misgjörðir er ekki nýjar. Þegar fyrir kosningadaginn var fjöldi sannana um svind og misgjörðir og þeir sem áttu að gæta eftirlits gerðu lítið ef þá nokkuð gagvart því...

Núverandi kosningar eru barátta vegna þess að við, fólkið, höfum beint blinda auganu að afskipta- og tillitsleysi og spillingu á öllum sviðum í stjórnsýslu lands okkar. Og ef við krefjumst ekki heiðarleika, hugrekkis og hreinskilni, þá munum við halda áfram að upplifa svona svindl aftur og aftur.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila