Ríkisblessun lögð yfir barnabrúðkaup með ákæru á Inger Støjberg

Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku

Danska ríkið er í raun að leggja blessun sína yfir barnabrúðkaup sem gagnrýnd hafa verið harðlega víða um heim með því að ákæra Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttaritara í Svíþjóð í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Í máli Gústafs kom fram að Inger hafi haft réttmæta ástæðu til þess að aðskilja börn innflytjenda frá fullorðnum ættingjum, enda hefðu komið upp mál þar sem fullorðnir karlmenn höfðu komið til Danmerkur og gifst barnungum fænkum sínum, Gústaf segir skilaboðin sem gefin séu með ákærunni vera hrollvekjandi

þetta gefur þau skilaboð að þeir sem séu fylgjandi sharialögum í sifjamálum hafi nokkurs konar forréttindi gagnvart dönskum lögum„.

Nánar má lesa ítarlega frétt Gústafs um málið með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila