Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ástandið er sérstaklega alvarlegt“ Lögreglan hættir að rannsaka „hversdagsglæpi“

Frá blaðamannafundi sænsku lögreglunnar s.l. föstudag. Frá vinstri: Yfirmaður ríkisrekstrardeildar lögreglunnar Johan Olsson, lögreglustjóri Svíþjóðar Anders Thornberg í miðju og til hægri svæðislögreglustjórinn í Stokkhólmi Mats Löfving. Eftir blaðamannafundinn hafa a.m.k. tveir verið drepnir í Ronna í Södertälje til viðbótar í skotárásum helgarinnar (mynd sksk svt).

Allar tölur benda í ranga átt

Síðdegis á föstudag boðaði Anders Thornberg ríkislögreglustjóri Svíþjóðar til blaðamannafundar til þess að ræða hið sérstaklega alvarlega ástand eftir aukningu skotárása og sprenginga að undanförnu. Thornberg byrjaði á því að telja upp skotárásirnar, sem átt hafa sér stað nýlega, meðal annars að skotið var á strætisvagn í þjónustu með tug farþega. Var kraftaverki líkast, að enginn slasaðist eða lést. En ekki allir eru jafn heppnir og núna eru látnir í skotárásum komnir fram úr tölu alls síðasta árs og fullur ársfjórðungur eftir af árinu. Thornberg sagði:

„48 manns hafa verið skotnir til bana á þessu ári og ekkert bendir til þess að þeim fari fækkandi. Við í lögreglunni segjum hlutina eins og þeir eru: Við erum í mjög alvarlegri stöðu. Ofbeldi skipulagðra (innflytjendatengdra) glæpa í Svíþjóð hefur nú náð þeim mæli, sem við höfum ekki séð áður.“

Ríkislögreglustjórinn tók fram, að aukningin taki ekki einungis til fjölda látinna heldur eykst einnig til fjöldi særðra, fjödi skotárása og magn þeirra byssukúlna sem skotið er. Og þvert á yfirlýsingar ráðherra jafnaðarmanna, sagði lögreglustjórinn að hættan á að þriðji óviðkomandi aðili slasist eða missi lífið aukist jafnt og þétt.

Ríkislögreglustjórinn harmaði einnig aukningu sprengjuódæða að undanförnu, sem líkjast hryðjuverkum og oftast með „mikilli eyðileggingu“ í kjölfarið. Glæpaklíkurnar fá sífellt meiri aðgang að þyngri og grófari vopnum en áður og þá ekki ósjaldan hervopnum, sem Thornberg segir vera ein af ástæðum þess, að fleiri deyja skotárásum núna en áður.

Vítahringur og „smitáhrif“

Ríkislögreglustjóri varar einnig við illvígum ofbeldisspíral og „smitáhrifum“ þar sem tíð alvarleg ofbeldisverk í nærumhverfi gerir það að verkum að ofbeldið verður eðlilegt og að fleiri í glæpasamlegu- og andfélagslegu umhverfi fari yfir strikið og telji eðlilegt að nota skotvopn í átökum.

Thornberg benti einnig á, að um þessar mundir ríki „rauð“ átakastaða víða í landinu þar sem sérstaklega er barist um yfirráð á fíkniefnamarkaði og hægt sé að fylgjast með því hvernig grófara ofbeldi hefur breiðst út til fleiri svæða miðað við áður.

Mun bara halda áfram

Lögreglan gerir það heildarmat, að þessi þróun muni haldi áfram að magnast jafnvel í minni bæjum. Bent var á að hættulegustu svæðin að vera á eru í suður- og austurhluta Stokkhólmsborgar, þar sem ættbálkar ráða yfir hliðarsamfélögum á útsettum svæðum. Thornberg sagði uppgefinn:

„Það er líklegt að þessi þróun haldi áfram.“

Hann lagði hins vegar áherslu á, að þrátt fyrir að alvarlegir glæpir eins og skotárásir og sprengingar séu núorðið hluti af daglegu lífi sænsku þjóðarinnar og tíður þáttur í fréttaflutningi fjölmiðla, þá muni sú staða aldrei verða samþykkt af lögreglunni:

„Við sem erum í forystu lögreglunnar erum staðráðin í því, að berjast gegn ofbeldinu með öllum tiltækum ráðum. Við höfum um langt skeið unnið ötullega að hafa uppi á ofbeldisglæpamönnum og einnig við að bæta okkar eigin aðferðir.“

Lögreglan getur ekki lengur rannsakað „hversdagsglæpi“

Thornberg sagði að morðum og morðtilraunum „verði fækkað“ og að hlutfall leystra glæpamála „verði aukið.“ Að grilla pylsur og bjóða glæpamönnum upp á pítsu og kaffi hefur ekki reynst sérlega farsælt framtak. Að sögn lögreglustjórans er núna unnið við að byggja upp „þjóðlega skotvopnamiðstöð“ og „þjóðlega sprengjugagnamiðstöð.“

Sænska lögreglan mun einnig auka alþjóðlegt samstarf við starfsbræður sína í öðrum löndum. Ekki verður alveg hætt við pítsukvöldin og ný kvöld skipulögð með virkum og óvirkum glæpamönnum undir slagorðinu „Hættu að skjóta.“ Á að reyna að fá fleiri til að hætta glæpamennsku en það hefur hingað til ekki borið árangur.

Ríkislögreglustjórinn óskaði eftir skilningi almennings, á því að ekki er lengur hægt að búast við því, að lögreglan sinni rannsóknum á hversdagsglæpum. Fólk þarf þá að sætta sig við að málum ljúki án rannsókna.

Með lögreglustjóranum Anders Thornberg voru einnig yfirmaður ríkisrekstrardeildar, Johan Olsson og svæðislögreglustjórinn í Stokkhólmi Mats Löfving.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila