Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir 400 glæpamenn handtekna vegna Encrochat og Anom

Anders Thornberg, ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir í viðtali við sænska sjónvarpið að hann hafi „verið lögregla í 40 ár og aldrei séð neitt þessu líkt. Ég trúði því aldrei, að við myndum ná svo mörgum.“ Samkvæmt Anders Thornberg er þeir handteknu toppmenn í skipulagðri glæpastarfsemi í Svíþjóð, sem lögreglan hefur áður átt í erfileikum með að koma höndum á. Er um að ræða handtökur í kjölfar hlerunar gegnum símaforritin Encrochat og Anom.

Sænska lögreglan hefur notið góðs af miklu alþjóða samstarfi m.a. Europol og FBI. Efter að kóði Encrochat var leystur gátu glæpahópar ekki lengur notað símaforritið og þá bjó FBI einfaldlega til nýtt undir nafninu Anom og dreifði. Glæpamennirnir bitu á agnið sem hefur leitt til einnar mestu atlögu gegn alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi. Sænsk lög leyfa ekki aðferðir FBI og ljóst að aldrei hefði verið hægt að ná þessum árangri án aðstoð erlendis. Aðgerðin „Trójuskjöldur“ sem undirbúin var í 18 mánuði var svo leynileg að jafnvel ríkisstjórn Svíþjóðar hafði enga hugmynd fyrr en rétt áður en látið var til skarar skríða í Svíþjóð.

Anders Thornberg sagði: „Ég er stoltur af aðgerðum lögreglunnar. Við höfum vængstíft foringja innan skipulögðu glæpastarfseminnar í landi okkar. Það ríkir upplausn, þeir reiknuðu ekki með að lögreglunni tækist að ná í þá. Þetta er fólk sem handleikur vopn, sem snertir aldrei eiturlyf.“

Lögreglustjórinn segir samt að árangur á glæpastarfið í Svíþjóð eigi eftir að koma í ljós:

„Á meðan aðstreymi nýliða er stærra en þeir, sem við handtökum, þá mun þetta halda áfram. Þeir ungu líta upp til þessarra einstaklinga og þeir eru ruglaðir núna en við sjáum að ungir glæpamenn vilja fylla í skörðin. Það er einmitt á þessarri stundu, sem við getum notað allan kraft samfélagsins til að stöðva „nýráðningarnar“ þannig að unglingarnir sjái eitthvað annað en glæpastörf sem eina möguleikann í lífinu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila