Vonar að aðgerðir ríkisstjórnarinnar komi almenningi yfir erfiðasta hjallann

Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna

Meðal þeirra aðgerða sem yfirvöld vilja fara til þess að bregðast við áhrifum Kórónaveirufaraldursins er að starfsmenn sem taki á sig skert starfshlutfall fái atvinnuleysisbætur á móti.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingmanns Vinstri grænna í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Þá segir Lilja að bæði verktakar og og einyrkjar fái svipaða lausn, þeir þurfi þó að sýna fram á að fyrirtæki þeirra hafi verið með raunverulegan rekstur

svo er auðvitað verið að skoða þetta allt heilt yfir sem við kemur þessu og við vonum auðvitað að þetta og fleiri aðgerðir muni koma fólki yfir erfiðasta hjallann“,segir Lilja.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila