Ríkisstjórn Danmerkur sendir hælisleitendur til Rúanda

Danir halda fast við skilgreiningu hælisleitenda og neita að taka við „flóttamönnum“ frá þriðja heiminum, sem hafa efni á því að greiða hátt verð til mannsmyglara til að komast í hættulega ferð yfir Miðjarðarhafið. Slíkir fá miða aðra leið beinustu leiðina til Rúanda skv. nýju samkomulagi Rúanda og Danmerkur (mynd © regeringen.dk).

Önnur Norðurlönd geta lært af innflytjendastefnu Danmerkur

Danmörk og Rúanda hafa skrifað undir viljayfirlýsingu, þar sem segir að hælisleitendur sem koma til Danmerkur verða sendir áfram til Afríkulandsins Rúanda.

Sósíaldemókratískir ráðherrar dönsku ríkisstjórnarinnar hafa heimsótt Rúanda og náð samkomulagi við ríkisstjórnina þar að sögn DR.

Samkvæmt áætluninni munu hælisleitendur frá þriðja heiminum, sem sækja um hæli í Danmörku, ekki fá að vera í Danmörku. Þess í stað verða þeir sendir beint til Rúanda. Samkvæmt yfirlýsingunni verður einnig unnið að því, að hælisleitendur geti sest að í Rúanda.

Þannig ætla Danir að koma í veg fyrir, að hælisleitendur frá þriðja heiminum setjist að í Danmörku. Kaare Dybvad Bek, innflytjenda- og aðlögunarráðherra, segir í fréttatilkynningu:

„Við verðum að tryggja, að flóttamenn komi til Evrópu á grundvelli mannúðarsjónarmiða eins og kvótaflóttamannakerfi Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir. En ekki að þeir komi, sem hafa efni á að borga mannsmyglurum og lifað af hættulega ferð yfir Miðjarðarhafið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila