Ríkisstjórn Svíþjóðar leggur til að bólupassi verði tekinn upp hjá Svíum

Samtímis og ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnir afléttingu takmarkana vegna covid, þá er tilkynnt að taka eigi upp bólupassa í Svíþjóð tengdum pólupassa ESB. (Samsett mynd).

Samtímis og ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti um áframhaldandi afléttingu takmarkana vegna covid 29. september n.k, þá tilkynnir hún að tillaga verði lögð fram um að Svíar noti pólupassa fyrir þá bólusetti til að hafa forgang að almennri þjónustu samfélagsins. Sagt er að notast verði við passann á „yfirgöngutímabili” en markmiðið er að sameinast ESB bólupassanum sem líklegast verður einnig almennur passi ESB.

Lena Hallengren félagsmálaráðherra Svíþjóðar segir að „málið fer í ferli umsagnar til að hægt sé að nota passan við stærri samkomur en hugsunin er sú, að ekki eigi að þurfa að nota passann.”

Meirihluti er á þingi til að innleiða aðskilnaðarstefnu með bólupassanum. Ulf Kristersson skrifaði grein nýverið og krafðist innleiðingu passans. Svíþjóðardemókratar hafa verið á móti.

Takmörkunum aflétt að mestu 29. september

Ríkisstjórnin segir að 29. september verði takmörkunum létt

  • Ekkert þak á fjölda þáttakenda á almennum samkomum og opinberum atburðum
  • Ekkert þak á fjölda þáttakenda í einkasamkvæmum t.d. í leigðu húsnæði
  • Krafa um fjölda matargesta og fjarlægð milli fólks á veitingastöðum verður afnumin
  • Ráð Lýðheilsunnar um að fólk vinni heima við fellur bort. Þó er fólki með einkenni ráðlagt að vera heima og láta taka sýni.

Enn eru einhverjar takmarkanir í gangi á sviði verslunar og menningaratburða og verður tilkynnt um afnám þeirra regla síðar. 70% fullorðinna Svía hafa fengið tvær sprautur gegn covid og 80% a.m.k. eina.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila