Telur að ríkisstjórnin haldi ekki út kjörtímabilið

Guðbjörn Guðbjörnsson

Ríkisstjórnin kemur líklega ekki til með að lifa út þetta kjörtímabil. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn telur líklegt að kosið verði næsta vor

eða í allra seinasta lagi í haust, ég sé ekki að ríkisstjórnin sé að fara að lifa af eitt ár í viðbót, það eru brestir en það er ekki endilega út af Samherjamálinu, það er þessi undirliggjandi ólga sem maður skynjar, hún er þarna til staðar“ segir Guðbjörn.

Hann segir að brotthvarf Andrésar Inga Jónssonar verði nýtt til þess að reyna að hvítþvo Vinstri græna eftir ríkisstjórnarsamstarfið

þeir munu auðvitað benda á að brotthvarf hans sýni hvað það hafi verið erfitt fyrir Vinstri græna að vera í þessu samstarfi, þeir munu nýta sér þetta á þann hátt held ég„,segir Guðbjörn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila