Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan ættu að taka Akureyringa til fyrirmyndar og vinna meira saman

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Það væri mjög til bóta ef ríkisstjórnin tæki þá sem sitja í minni og meirihluta bæjarstjórnar Akureyriarbæjar til fyirmyndar og starfi meira saman. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Eins og kunnugt er var meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri lagður niður í gær og samstarf minni og meirihluta tekið upp til þess að takast á við skuldavanda bæjarins.

Vilhjálmi líst vel á samstarfið og ekki síst þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar, meðal annars að lækka laun embættismanna og bæjarfulltrúa

það væri gaman að sjá þetta gert á þinginu einnig, þannig myndu nást í gegn góð mál og hlutirnir ganga hraðar fyrir sig, já það mætti sannarlega taka Akureyringa sér til fyrirmyndar, “segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila