Sænska útvarpið bannar notkun orðanna indíáni og eskimói – „orðin eru rasísk”

Eitthvað virðist starfsmönnum á ríkisrekna útvarpi Svía, Sveriges Radio, vera í nöp við Indíana og Eskimóa ef dæma má nýjar reglur SR um að ekki megi nota orðin Indíáni eða Eskimói í athugasemdafærslum á heimasíðu sænska útvarpsins. Er þar sagt frá því að þessi orð séu hlaðin slíku kynþáttahatri að þau séu á pari við n-orðið fræga sem þótti og þykir afar niðrandi um blökkumenn.


Samkvæmt Nyheter i dag Verður lokað á alla þá sem nota þessi rasísku orð í athugasemdafærslum á heimasíðu útvarpsins og kemur fram á fésbókarsíðu fréttaþáttarins Ekot að þessi nýjung sé tekin upp: „Góðan morgunn! Nú er búið að hreinsa allar athugasemdir, rasísk orð eins og „indíáni” og „eskimói” eru EKKI leyfðar!/Gabriella.”

Fréttir frá Sænska Útvarpinu Ekot. 

Halló! Eins og ekki má nota lengur n-orðið um blökkufólk þá gildir það sama fyrir orðin að ofan. Það er það sem gildir. Sá sem notar þessi orð í athugasemdafærslu á það á hættu að verða útilokaður. Ef vafi leikur á hvaða reglur eru í gildi fyrir athugasemdafærslur hjá okkur má lesa nánar um þær á heimasíðu útvarpsins”


Margir furðu slegnir áheyrendur sögðu meiningu sína en það varð greinilega of mikið fyrir útvarpið sem lokaði á áframhaldandi umræðu um málið. Magnus Hansson skrifaði: „Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væru rasísk orð. Eigið þið ekki lista yfir öll rasísku orðin svo hægt sé að vita hver þau eru?”Annar skrifaði: „Þarna negldi kommaútvarpið síðasta naglann í líkistuna fyrir athugasemdir. Velkomin til nýju Norður-Kóreu!”


Á fésbókarsíðu fréttastofu útvarpsins Ekot er mynd af ísnum Sitting Bull og Indjánahöfðingjanum sjálfum en útvarpið er með áróður fyrir því að ísframleiðandinn Triumf Glass hætti framleiðslu hins kynþáttahatursfulla íss sem nýtur mikilli vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Segir Ekot að ísframleiðandinn hugi að breyta nafni íssins og gefur í skyn að um stórsigur í baráttunni gegn kynþáttahatri á Índíánum sé að ræða.


Eftir að Expressen viðraði hluta þeirra miklu umræðu í kjölfar banns útvarpsins á orðunum reyndi útvarpið að afsaka sig með því  „að það væri óheppilegt að slá því föstu að orðin væru rasísk” EN „við vitum að margir upplifa orðin rasísk og niðurlátandi. Það er afstaða Útvarps Svíþjóðar til lengri tíma að þessi orð beri að nota varlega.”
Sjá nánar hér og hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila