Ritskoðun samfélagsmiðla á fréttum um Biden eru bein afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum

Hallur Hallsson sagnfræðingur og blaðamaður.

Ritskoðun Facebook og Twitter á fréttum sem varpa skugga á framboð Joe Biden og tengjast vafasömum viðskiptum sonar hans er ekkert annað en bein afskipti samfélagsmiðlanna af kosningunum í Bandaríkjunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar blaðamanns og sagnfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Hallur segir að með ritskoðunum séu þessir samfélagsmiðlar að sína sitt fasíska eðli og þeir beiti sér í þágu ákveðins málstaðar

þeir ritskoða í þágu tiltekins málstaðar sem er glóbalisminn og þetta eru afskipti af kosningunum“,segir Hallur.

Þá segir Hallur að Íslenskir miðlar séu heldur ekki saklausir af ritskoðunum

RÚV hefur líka bælt niður þessar fréttir og það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að þeir hafa bara ekkert fjallað um þessar fréttir og Vísir sagði frétt New York Post sem fjölluðu um málið vera vafasama og því hefðu Facebook og Twitter sett takmarkanir á deilingu hennar, svona þessir fjölmiðlar sér, hvers vegna ljúga þeir að þjóð sinni og hvers vegna má ekki sannleikurinn koma fram? “spyr Hallur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila