Ritskoðunarlög sænsku ríkisstjórnarinnar felld af sænska þinginu

Sænska þingið felldi frumvarp ríkisstjórnarinnar til að takmarka málfrelsið í Svíþjóð í gær. Svíþjóðardemókratar, Móderatar, Kristdemókratar og Miðflokkurinn felldu frumvarpið. (Mynd sksk YouTube).

Gríðarleg andstaða gegn ritskoðunarlögum sænskra jafnaðarmanna

Matheus Enholm einn af fulltrúum Svíþjóðardemókrata í stjórnarskrárnefnd þingsins segir við miðilinn Samnytt:

„Það sem verið var að leggja til getum við engan veginn staðið á bak við.“

Og það voru fleiri, sem voru á móti málfrelsisskerðingarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þung gagnrýni á frumvarpið kom m.a. frá Útgefandaklúbbnum, Dómsmálaráðherra, Umboðsmanni dómsmála, Sænsku atvinnulífssamtökunum, Héraðsdómstólnum í Stokkhólmi, Hæstarétti Skáni og Blekinge, Blaðamannasamtökum Svíþjóðar, Samtökum blaðaútgefanda, sænska ríkissútvarpinu og sænska sjónvarpinu svo nokkrir af helstu andstæðingum frumvarpsins séu nefndir.

Skv. frumvarpinu átti að skapa undantekningu frá stjórnarskrárvörðum réttindum málfrelsis

„varðandi dóma í opinberum málum eða brot sem varða afbrot eða skyldar ákvarðanir um farbann og aðrar þvingunaraðgerðir í sakamálum.“

Málfrelsissérfræðingurinn Nils Funcke er einn þeirra, sem varaði við breytingunum. Hann hefur sagt, að slík undantekning gæti þýtt, að blaðamennska, sem miðar að því að afhjúpa glæpamenn og spillta stjórnmálamenn, glati vernd stjórnarskrárinnar. Í versta falli leiddi það til þess, að blaðamenn yrðu fangelsaðir.

Málið fjallar um tölvugrunn dóma eins og t.d. Lexbase en óháðir fjölmiðlar hafa haft aðgang að dómsniðurstöðum og notað sem sannanir í einstökum málum t.d. afbrotum meðlima glæpahópa osfrv.

ESB beitti Svía þrýstingi

Enholm segir að fundað hafi verið með ESB í málinu, sem þrýsti á að lögin færu í gegn hið fyrsta. Enholm segir:

„Ég held að það sé hættuleg braut, þegar ESB fer að ákveða stjórnarskrána okkar. Ef við viljum gera þessa breytingu þá gerum við hana …en þá verður að gera það á réttan hátt. Það sem hefur verið lagt fram núna er ekki hægt að styðja.

Það er hættuleg yfirþjóðernishyggja ESB að ákveða hvernig stjórnarskrár okkar mega líta út. Við höfum haft stjórnarskrár í mjög mörg ár sem hafa virkað mjög vel og þjónað okkur vel í landinu. Þá kemur ESB með stóra hamarinn og segir að „þið megið ekki gera þetta. Þið verðið að breyta stjórnarskránni ykkar“.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila