Ritskoðunarvæðingin í sókn – Netrisar loka aðgangi margra – kröfur heyrast frá fleirum að loka fyrir „hvíta hatursumræðu“

Netrisarnir vinna dyggilega fyrir móðurflokkin, Kommúnistaflokk Kína. Virðast reyna að þvinga fram sams konar fyrirkomulag á Vesturlöndum og er í Kína

Samstilltar aðgerðir virðast vera hjá netrisum að loka síðum einstaklinga og hópa víða vegna „hatursumræðu“. Um allan heim eru netrisarnir í sameiginlegri sókn að hefta málfrelsi og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem stuðningsmenn Donald Trumps er meinaður aðgangur að félagsmiðlum t.d. hafa þeir hent Steve Bannon fyrrum ráðgjafa Trumps burtu af Youtube. Voru það „War Room“ þættir Bannons sem YouTube lokaði vegna þess að Steve Bannon dreifði „fölskum upplýsingum.“ Var það eftir viðtalsþátt með Giuliani að sögn Independent þar sem Giuliani lýsti ábyrgð á hendur „fasistunum sem leiða Demókrataflokkinn og hafa komið á ritskoðun þessa fólks (stuðningsmanna Trumps) og framselt í óréttláta meðhöndlun skattayfirvalda eftir að þau hófu að eltast við íhaldsfólk. Fjölmiðlar geta neitað því en þetta fólk veit það. Það veit að verið er að taka trúarfrelsið af þeim. Það veit að tjáningarfrelsið er raunverulega skorið við nögl.“

Keppinautinum Parler veitt þungt högg

Netrisarnir og alþjóða risafyrirtæki eins og Apple útrýma félagsmiðlinum Parler sem varð mjög vinsæll félagsmiðill eftir að Facebook hóf ritskoðanir á hægri mönnum. Að lokum varð Parler appið, sem hægt var að fá ókeypis, það app sem flestir höluðu niður á App Store. Google sá hvert stefndi þegar fólk flúði aðra félagamiðla í stórum skala yfir á Parler og fjarlægði félagsmiðilinn frá Google Play að sögn Breitbart. Amaszon fjarlægjði einnig Parler frá þjónustusíðum sínum en Parler gefst ekki upp sbr. tístið að neðan.

Krefst að Internet verði endurbyggt til að „þagga hatursumræður“

Mozilla með netvafrann Firefox krefst núna að Internet verði endurbyggt svo að fólk sem sé með „hatur“ og „hvít völd“ verði útilokað. Forstjóri Mozilla Mitchell Baker segir það ekki nægja að loka á Donald Trump. Vill hann m.a. banna nafnlausa auglýsingasölu, setja inn algóriþma þannig að allt sem birt er á netinu verði fyrst athugað og „staðreyndakönnun“ verði skylda. Þá vill Mozilla láta gera rannsóknir á hvernig félagsmiðlar hafa áhrif á fólk og samfélagið svo fljótt sé hægt að bregaðst við ef eitthvað fer úrskeiðis.

Enginn „sjálfkrafa réttur“ að fá að tjá sig á netinu

Carl Bildt fv. forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar fagnar lokun netmiðla á Bandaríkjaforseta þar sem forsetinn hafi notað netið til að „hvetja til haturs.“ Samkvæmt Bildt er það enginn sjálfsagður réttur einstaklinga að fá óhindrað aðgang að netinu. Sjálfur er hann í góðum málum netmiðla, því hann fær óhindrað að tísta áróðri í sama stíl og Demókratar sem mála Repúblikana sem nasista. Carl Bildt skrifaði „Núna er Donald Trump ekki lengur treystandi með Twitter. Það hefur verið eitt af mikilvægustu vopnum hans til að hvetja til haturs og ósemju. En enn hefur hann þó kjarnorkuvopnin, jafnvel þótt honum gæti þótt það erfitt að beita þeim gegn innlendum gagnrýnendum.“ Hann bætti við „Enginn hefur sjálfkrafa rétt til aðgangs að netinu eða fjölmiðlum ekki heldur í Svíþjóð.“ Þar með setur Bildt sig á bak við áform sænskra krata um að „ritskoða“ netið frá „hatursumræðu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila