Ron Paul: Evrópa fremur sjálfsvíg með refsiaðgerðum

Ron Paul fer fyrir friðarstofnun með sama nafni: „Ron Paul Institute“ fyrir frið og velmegun. Hann birti nýlega grein um sjálfsmorð Evrópu með refsiaðgerðum og hefur greinin flogið víða um heim. Útvarp Saga segir frá.

Þeir sem þora að hita upp heimilið eiga yfir höfði sér fangelsi

Svissnesku auglýsingaskilti er dreift á samfélagsmiðlum, sem sýnir unga konu í síma. Yfirskriftin hljóðar: „Hitar nágranninn íbúðina í yfir 19 gráður? Vinsamlegast láttu okkur vita.“ Þó að svissnesk stjórnvöld hafi afskrifað veggspjaldið sem falskt, þá eru refsingarnar sem svissneskir borgarar fá fyrir að þora að hita heimili sín mjög raunverulegar. Samkvæmt svissneska dagblaðinu Blick gætu þeir, sem fara yfir hitamörkin, átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi!

Fangelsi fyrir að hita upp heimilið?

Í hinum „frjálsa“ heimi?

Hvernig er það mögulegt árið 2022, þegar Sviss og önnur lönd í pólitíska vestrinu hafa náð mesta efnahagslegum árangri sögunnar, að meginland Evrópu standi frammi fyrir vetri sem líkist einhverju frá myrkum öldum?

Refsiaðgerðir

Þó að þær hafi lengi verið kynntar – oft af þeim sem eru á móti stríði – sem minni eyðileggjandi valkostur við stríð, þá eru refsiaðgerðir í raun stríðsaðgerðir. Og eins og við vitum um afskiptasemi og stríð, þá verður árangurinn oft ófyrirséðar afleiðingar og jafnvel bakslag.

Evrópskar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu fyrr á þessu ári munu líklega fara í sögubækurnar sem gott dæmi um, hvernig refsiaðgerðir geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Á meðan þeir reyndu að refsa Rússum með því að stöðva innflutning á gasi og olíu gleymdu stjórnmálamenn Evrópusambandsins, að Evrópa er algjörlega háð rússneskum orkubirgðum og að eina fólkið sem verður fyrir þjáningum, ef þeim innflutningi verður hætt, eru Evrópubúar sjálfir.

Rússar snéru sér einfaldlega til suðurs og austurs og fundu fullt af nýjum kaupendum í Kína, Indlandi og víðar. Raunar hefur rússneska ríkisrekna orkufyrirtækið Gazprom greint frá því að hagnaður þess hafi aukist um 100 prósent á fyrri helmingi þessa árs.

Rússland verður ríkt en frostavetur og efnahagshrun bíður Evrópu

Rússland er að verða ríkt á meðan Evrópubúar standa frammi fyrir frostavetri og efnahagshruni. Allt vegna þeirrar rangtrúar, að refsiaðgerðir séu kostnaðarlaus aðferð til að þvinga önnur lönd til að gera það, sem maður vill að þau geri.

Hvað gerist þegar fólkið sér heimskulega stefnu stjórnvalda sem hleypir orkureikningum upp úr öllu valdi og hagkerfið hægir á sér? Það verða örvæntingarfullt og fer út á götur í mótmælaskyni.

Um helgina gengu þúsundir Austurríkismanna út á göturnar í „Frelsisgöngu“ til að krefjast þess, að refsiaðgerðunum yrði hætt og að Nord Stream II, gasleiðsluna sem átti að opna fyrr á þessu ári, verði opnuð. Í síðustu viku er talið að um 100.000 Tékkar hafi farið út á götur Prag til að mótmæla stefnu NATO og ESB. Í Frakklandi eru „Gulu vestin“ aftur á götum úti og mótmæla eyðileggingu efnahagslífs þeirra til þess að „sigra“ Rússa í Úkraínu. Í Þýskalandi, Serbíu og víðar eru mótmæli að hefjast.

Engar refsiaðgerðir, enging litabylting, engin afskipti

Jafnvel Washington Post neyddist til að viðurkenna, að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi hafi ekki haft tilætluð áhrif. Í grein í gær hefur blaðið áhyggjur af því, að:

„Refsiaðgerðirnar valdi tjóni í Rússlandi og víðar, sem gæti jafnvel skaðað löndin sem beita þeim. Sumir höfðu jafnvel áhyggjur af því, að refsiaðgerðunum, sem ætlað er að hindra og veikja Pútín, gætu á endanum orðið hvatning fyrir hann og styrkur.“

Þetta er allt fyrirsjáanlegt. Refsiaðgerðir drepa. Stundum drepa þær saklausa í landinu, sem á að eyðileggja og stundum drepa þær saklausa í landinu, sem beita þeim.

Lausnin er eins og alltaf engin afskipti. Engar refsiaðgerðir, engin „litabylting“ engin afskipti. Það er í rauninni svo einfalt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila