Róstursamt í Brussel – kveikt í lögreglustöð

Í gærkvöldi brutust út óeirði í höfuðborg Belgíu eftir að 23 ára gamall blökkumaður Ibrahima Barrie sem var handtekinn s.l laugardag dó í fangelsinu einungis klukkutíma eftir handtökuna. Um 500 manns mættu á mótmælafund í gær áður en hópurinn hélt til Schaerbeek og réðst á lögreglustöðina við Place Liedts og braut rúður og kveiktu í stöðinni. Ráðist var á lögreglu með steinum og flugeldum en lögreglan svaraði fyrir sig með vatnsbyssum.

Samkvæmt Audrey Dereymaeker fulltrúa lögreglunnar var lögreglan undirbúin undir óeirðir og eldurinn var fljótlega slökktur. Margir voru handteknir í uppþotinu. Verið er að rannsaka hvað gerðist þegar Ibrahima Barrie var handtekinn en hann var á flótta frá eftirliti með kórónureglum í borginni. Hann var handtekinn við Garage de Nord lestarstöðina en lögreglumenn voru þar í kórónueftirliti. Þegar lögreglan kom, þá hljóp Barrie í burtu og reyndi að flýja en lögreglan náði honum og handtók. Hann missti meðvitund þegar hann kom á lögreglustöðina og farið var með hann á sjúkrahús, þar sem lýst var yfir að hann væri dáinn. Samkvæmt lögfræðingi fjölskyldunnar skyldi lögreglan Barrie liggjandi eftir á jörðunni í fimm mínútur sem gæti hafa gert útslagið um líf hans. Samkvæmt líkkrufun var hjartabilun ástæðan fyrir því að Barrie dó.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila