Rúblan slær öll met – aldrei sterkari í sjö ár

Bloomberg segir frá því, að rússneski gjaldmiðillinn, rúblan, sé núna sterkari en hún hefur verið í sjö ár.

Rússneska rúblan hækkaði upp á nýtt stig s.l. mánudag.

Í dag fær maður rúmlega 54 rúblur fyrir einn bandaríkjadal.

Þetta er hæsta gildi, sem rússneski gjaldmiðillinn hefur haft í sjö ár, síðan 2015.

Samkvæmt Bloomberg hefur rúblan aukist um 35 % árið 2022, sem er „leiðandi hækkun á heimsvísu sem helst óminnkuð jafnvel eftir … vestrænar refsiaðgerðir.“

Í byrjun mars, skömmu eftir refsiaðgerðirnar og árásina á Úkraínu, var andvirði eins dollara tæplega 140 rúblur. Viðbrögð Rússa við refsiaðgerðunum voru meðal annars að hækka vextina í 20 %. En þegar hefur tekist að lækka vextina um meira en helming, niður í 9,5 prósent.

Hins vegar er styrkur rúblunnar ekki bara af því góða, því það slár gegn samkeppnishæfni Rússlands á heimsmarkaði, skrifar TT. Nú er til skoðunar að miða við 70-80 rúblur á dollar. Með því að lækka kröfuna um nauðungarskipti á gjaldeyri er einnig vonast til að hægt verði að stjórna gildi rúblunnar.

Deila